Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 06:13 Samningateymi Eflingar með nýjan kjarasamning. Efling Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undirrituðu nýjan kjarasamning í nótt, sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Frá þessu er greint í tilkynningu á heimasíðu Eflingar. „Við í samninganefnd erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðist í þessum kjaraviðræðum. Við erum enn fremur mjög stolt af því að hafa í fyrsta skipti skipulagt kjaraviðræður þessa hóps með okkar opnu og lýðræðislegu aðferðum. Í enn eitt skiptið sjáum við að það er leiðin til árangurs í kjarabaráttu verkafólks,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Í tilkynningunni segir að meginkrafa samninganefndar Eflingar hafi verið að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna en nýundirrituðum samningi fylgir samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Skrifað undir.Efling „Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn gildir fyrir á þriðja þúsund félagsmanna Eflingar en meðal annarra atriða í kröfugerð Eflingar sem náðust í gegn voru nýtt starfsheiti, hópstjóri, til að koma til móts við vaxandi ábyrgð í krefjandi og sérhæfðum störfum og þá er starfsmönnum í 80 prósent starfshlutfalli tryggður forgangur á átta klukkustunda vaktir. „Varðandi launalið fylgir samningurinn þeirri launastefnu sem Efling ásamt félögum í Breiðfylkingunni mótaði á almennum vinnumarkaði.“ Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið 16. október næstkomandi. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hjúkrunarheimili Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á heimasíðu Eflingar. „Við í samninganefnd erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðist í þessum kjaraviðræðum. Við erum enn fremur mjög stolt af því að hafa í fyrsta skipti skipulagt kjaraviðræður þessa hóps með okkar opnu og lýðræðislegu aðferðum. Í enn eitt skiptið sjáum við að það er leiðin til árangurs í kjarabaráttu verkafólks,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Í tilkynningunni segir að meginkrafa samninganefndar Eflingar hafi verið að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna en nýundirrituðum samningi fylgir samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Skrifað undir.Efling „Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn gildir fyrir á þriðja þúsund félagsmanna Eflingar en meðal annarra atriða í kröfugerð Eflingar sem náðust í gegn voru nýtt starfsheiti, hópstjóri, til að koma til móts við vaxandi ábyrgð í krefjandi og sérhæfðum störfum og þá er starfsmönnum í 80 prósent starfshlutfalli tryggður forgangur á átta klukkustunda vaktir. „Varðandi launalið fylgir samningurinn þeirri launastefnu sem Efling ásamt félögum í Breiðfylkingunni mótaði á almennum vinnumarkaði.“ Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið 16. október næstkomandi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hjúkrunarheimili Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira