Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 06:13 Samningateymi Eflingar með nýjan kjarasamning. Efling Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undirrituðu nýjan kjarasamning í nótt, sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Frá þessu er greint í tilkynningu á heimasíðu Eflingar. „Við í samninganefnd erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðist í þessum kjaraviðræðum. Við erum enn fremur mjög stolt af því að hafa í fyrsta skipti skipulagt kjaraviðræður þessa hóps með okkar opnu og lýðræðislegu aðferðum. Í enn eitt skiptið sjáum við að það er leiðin til árangurs í kjarabaráttu verkafólks,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Í tilkynningunni segir að meginkrafa samninganefndar Eflingar hafi verið að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna en nýundirrituðum samningi fylgir samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Skrifað undir.Efling „Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn gildir fyrir á þriðja þúsund félagsmanna Eflingar en meðal annarra atriða í kröfugerð Eflingar sem náðust í gegn voru nýtt starfsheiti, hópstjóri, til að koma til móts við vaxandi ábyrgð í krefjandi og sérhæfðum störfum og þá er starfsmönnum í 80 prósent starfshlutfalli tryggður forgangur á átta klukkustunda vaktir. „Varðandi launalið fylgir samningurinn þeirri launastefnu sem Efling ásamt félögum í Breiðfylkingunni mótaði á almennum vinnumarkaði.“ Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið 16. október næstkomandi. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hjúkrunarheimili Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á heimasíðu Eflingar. „Við í samninganefnd erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðist í þessum kjaraviðræðum. Við erum enn fremur mjög stolt af því að hafa í fyrsta skipti skipulagt kjaraviðræður þessa hóps með okkar opnu og lýðræðislegu aðferðum. Í enn eitt skiptið sjáum við að það er leiðin til árangurs í kjarabaráttu verkafólks,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Í tilkynningunni segir að meginkrafa samninganefndar Eflingar hafi verið að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna en nýundirrituðum samningi fylgir samkomulag við stjórnvöld sem tekur á mönnunarvandanum. Skrifað undir.Efling „Samkvæmt þessu samkomulagi skulu fjármagnaðar og tímasettar lausnir á manneklu hjúkrunarheimilanna liggja fyrir af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðuneytanna eigi síðar en 1. apríl 2025. Takist það ekki er Eflingu heimilt að segja upp samningnum með eins mánaðar fyrirvara þann 1. maí 2025,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn gildir fyrir á þriðja þúsund félagsmanna Eflingar en meðal annarra atriða í kröfugerð Eflingar sem náðust í gegn voru nýtt starfsheiti, hópstjóri, til að koma til móts við vaxandi ábyrgð í krefjandi og sérhæfðum störfum og þá er starfsmönnum í 80 prósent starfshlutfalli tryggður forgangur á átta klukkustunda vaktir. „Varðandi launalið fylgir samningurinn þeirri launastefnu sem Efling ásamt félögum í Breiðfylkingunni mótaði á almennum vinnumarkaði.“ Atkvæðagreiðslu um samninginn skal lokið 16. október næstkomandi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hjúkrunarheimili Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira