Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar Lovísa Arnardóttir skrifar 4. október 2024 09:03 Nærmynd af Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum. Vísir/AP Mjaldurinn Hvaldímír drapst í kjölfar bakteríusýkingar sem hann fékk vegna sárs í munni eftir prik sem sat fast. Það sýna niðurstöður krufningar. Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins, NRK. Engar byssukúlur fundust í mjaldrinum við skoðun. 35 sentímetra langt og þriggja sentímetra breitt prik var fast í munni mjaldursins og er talið að prikið hafi valdið sýkingu sem svo leiddi til dauða hans. Þegar mjaldurinn fannst dauður í ágúst rétt fyrir utan Tananger í Rogaland í Noregi voru nokkur göt eða holur á honum sem þóttu benda til þess að hann hefði verið skotinn. Holurnar, eða sárin, voru við magann, bringuna og uggann. Dýraverndunarsamtökin One Whale og Noah tilkynntu málið til lögreglu í Noregi og vildu fá málið rannsakað. Hvaldimír var fimmtán til tuttugu ára gamall en hvalir af þessari tegund geta orðið allt að sextugir. Frétt NRK er hér. Í bráðabirgðakrufningarskýrslu sem gefin var út í september kom fram að það þætti ekki líklegt og það var það svo staðfest núna í lokakrufningarskýrslunni. Haft er eftir Audun Rikardsen prófessor í sjávarlíffræði að nokkuð algengt sé að finna slíkar holur á dauðum hvölum. „Fuglar eru fljótir að gogga holur í hvali, þeir gogga þar sem húðin er þunn. Þessar holur geta einnig komið vegna sníkjudýrs sem grefur sig inn í húð hvalsins,“ segir Rikardsen. Sjá einnig: Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Hann útskýrir einnig að þegar hvalur drepst myndast gas í maganum og hvalurinn stækkar eftir því sem hann rotnar meira. Eftir því sem hann stækkar meira eykst þrýstingurinn innan í honum. Þessar holur opnist á endanum, springi og úr þeim flæði blóð. „Hann var líklega að leika sér með þetta prik en festi það svo í hálsi.“ Líffærin rotin Í yfirlýsingu frá norsku lögreglunni um málið kemur fram að ítarleg skoðun hefði farið fram á mjaldrinum og að ekkert benti til þess að hann hefði verið drepinn með ólöglegum hætti. Lögreglan sæi því ekki tilefni til að opna rannsókn vegna dauða mjaldursins. Þó kemur fram að dýralækningastofnunin hafi átt í nokkrum vandræðum með að komast að niðurstöðu um dánarorsök vegna þess að mörg líffæri hvalsins voru mjög rotin. Krufning hafi leitt í ljós að magi hans var tómur þegar hann fannst og að líffærin hafi flest verið búin að gefa sig. Dýraverndunarsamtökin One Whale birtu þessa mynd af sári hvalsins. Þau töldu hann hafa verið skotinn.One Whale/Facebook „Ég er ánægður að það er búið að skoða þetta svona vel og að við höfum nú fengið lokasvar,“ er haft eftir sjávarlíffræðingnum Sebastian Strand í frétt NRK. Strand vann með mjaldrinum í mörg ár. Hann segir Hvaldímír hafa veitt sér innblástur og að hann muni halda áfram rannsóknum sínum. Fram kemur í frétt NRK að bæði Strand og Rikardsen hefðu borist líflátshótanir eftir að Hvaldímír fannst látinn. Þeir voru sakaðir um að hafa drepið hvalinn Njósnamjaldurinn þjálfaður til hernaðar Hvaldímír komst fyrst í fréttirnar árið 2019 þegar norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í maí 2019. Beisli sem Hvaldímír hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Rússar gáfu lítið fyrir þessar skýringar. Mjaldrinum var í þeirri umræðu gefið nafnið Hvaldímír. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Hvaldimir sást víða í norskum fjörðum síðustu ár ævi hans eftir að hafa vakið heimsathygli. Lék hann listir sínar, leyfði fólki að klappa sér og synti eftir fiski. Til umræðu kom að flytja Hvaldimir til Íslands til að auka lífslíkur. Noregur Mjaldurinn Hvaldímír Rússland Hvalir Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 „Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. 30. maí 2023 11:48 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Þegar mjaldurinn fannst dauður í ágúst rétt fyrir utan Tananger í Rogaland í Noregi voru nokkur göt eða holur á honum sem þóttu benda til þess að hann hefði verið skotinn. Holurnar, eða sárin, voru við magann, bringuna og uggann. Dýraverndunarsamtökin One Whale og Noah tilkynntu málið til lögreglu í Noregi og vildu fá málið rannsakað. Hvaldimír var fimmtán til tuttugu ára gamall en hvalir af þessari tegund geta orðið allt að sextugir. Frétt NRK er hér. Í bráðabirgðakrufningarskýrslu sem gefin var út í september kom fram að það þætti ekki líklegt og það var það svo staðfest núna í lokakrufningarskýrslunni. Haft er eftir Audun Rikardsen prófessor í sjávarlíffræði að nokkuð algengt sé að finna slíkar holur á dauðum hvölum. „Fuglar eru fljótir að gogga holur í hvali, þeir gogga þar sem húðin er þunn. Þessar holur geta einnig komið vegna sníkjudýrs sem grefur sig inn í húð hvalsins,“ segir Rikardsen. Sjá einnig: Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Hann útskýrir einnig að þegar hvalur drepst myndast gas í maganum og hvalurinn stækkar eftir því sem hann rotnar meira. Eftir því sem hann stækkar meira eykst þrýstingurinn innan í honum. Þessar holur opnist á endanum, springi og úr þeim flæði blóð. „Hann var líklega að leika sér með þetta prik en festi það svo í hálsi.“ Líffærin rotin Í yfirlýsingu frá norsku lögreglunni um málið kemur fram að ítarleg skoðun hefði farið fram á mjaldrinum og að ekkert benti til þess að hann hefði verið drepinn með ólöglegum hætti. Lögreglan sæi því ekki tilefni til að opna rannsókn vegna dauða mjaldursins. Þó kemur fram að dýralækningastofnunin hafi átt í nokkrum vandræðum með að komast að niðurstöðu um dánarorsök vegna þess að mörg líffæri hvalsins voru mjög rotin. Krufning hafi leitt í ljós að magi hans var tómur þegar hann fannst og að líffærin hafi flest verið búin að gefa sig. Dýraverndunarsamtökin One Whale birtu þessa mynd af sári hvalsins. Þau töldu hann hafa verið skotinn.One Whale/Facebook „Ég er ánægður að það er búið að skoða þetta svona vel og að við höfum nú fengið lokasvar,“ er haft eftir sjávarlíffræðingnum Sebastian Strand í frétt NRK. Strand vann með mjaldrinum í mörg ár. Hann segir Hvaldímír hafa veitt sér innblástur og að hann muni halda áfram rannsóknum sínum. Fram kemur í frétt NRK að bæði Strand og Rikardsen hefðu borist líflátshótanir eftir að Hvaldímír fannst látinn. Þeir voru sakaðir um að hafa drepið hvalinn Njósnamjaldurinn þjálfaður til hernaðar Hvaldímír komst fyrst í fréttirnar árið 2019 þegar norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í maí 2019. Beisli sem Hvaldímír hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Rússar gáfu lítið fyrir þessar skýringar. Mjaldrinum var í þeirri umræðu gefið nafnið Hvaldímír. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Hvaldimir sást víða í norskum fjörðum síðustu ár ævi hans eftir að hafa vakið heimsathygli. Lék hann listir sínar, leyfði fólki að klappa sér og synti eftir fiski. Til umræðu kom að flytja Hvaldimir til Íslands til að auka lífslíkur.
Noregur Mjaldurinn Hvaldímír Rússland Hvalir Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 „Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. 30. maí 2023 11:48 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08
Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30
„Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. 30. maí 2023 11:48