Segir valsað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2024 15:02 Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndra fékk ekki heillbrigðisvottorð og missti þannig réttindi sín. Myndin er frá Keflavíkurflugvelli og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi við Samgöngustofu um aðgang að sjúkraskrám eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulagið stríddi gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd tilkynnti í gær að hún hefði hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum heilsugæslunnar í gær. Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndar undan uppflettingum trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá hans, var sviptur heilbrigðisvottorði sem varð til þess að hann missti réttindi sem atvinnuflugmaður. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður hans, segir að Samgöngustofa hafi tekið upplýsingar úr sjúkraskrá flugmannsins úr samhengi. „Það er bara valsað um sjúkraskrána hans eins og þú sért bara að rölta um Kringluna að skoða og þar teknir handahófskenndir hlutir, setningar eða orð og búin til einhver saga sem enginn fótur er fyrir og á þeim grunni er viðkomandi aðili síðan sviptur þessu heilbrigðisvottorð,“ segir lögmaðurinn. Gögn vistuð á almennu drifi Samgöngustofa fullyrti að aðeins yfirlæknir flugsviðs hennar hefði aðgang að sjúkraskrám og að engir aðrir starfsmenn stofnunarinnar hefðu haft eða hefðu slíkan aðgang í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Mikilvægt væri fyrir flugöryggi að yfirlæknir hefði nauðsynleg gögn til þess að leggja mat á heilbrigði umsækjenda um heilbrigðisvottorð. Þetta segir Páll Ágúst yfirklór og efnislega rangt. Samkvæmt úrlausn Persónuverndar og gögnum sem flugmaðurinn fékk hafi upplýsingar úr sjúkraskrá hans verið vistaðar og geymdar á almennu drifi sem starfsmenn Samgöngustofu höfðu aðgang að. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Auk þess hafi almennir starfsmenn stofnunarinnar skrifað undir bréf sem innihéldu persónulegar upplýsingar sem var eingöngu að finna í sjúkraskrá flugmannsins. „Þannig að það er í raun og veru orðhengilsháttur að bara yfirlæknir flugsviðs hafi haft aðgang að sjúkraskránum. Það getur vel verið að hann einn hafi haft aðgang að sjúkraskrárforritinu sjálfu en meðferðin á upplýsingunum úr sjúkraskránum var ekki með þeim hætti að hann einn hafði aðgang að þeim,“ segir Páll Ágúst við Vísi. Upplýsinganna aflað með ólögmætum hætti Flugmaðurinn hefur þegar farið fram á það við Samgöngustofu að fá réttindi sín aftur. Páll Ágúst segir úrlausn Persónuverndar staðfesta að Samgöngustofa hafi aldrei átt að hafa aðgang að sjúkraskrá flugmannsins og upplýsinganna hafi því verið aflað með ólögmætum hætti. Lög um loftferðir eru skýr um að Samgöngustofa geti kallað eftir almennum heilsufarsupplýsingum, að mati Páls Ágúst. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir að Samgöngustofa hafi ótakmarkaðan aðgang að sjúkraskrám einstaklinga. Það tíðkist ekki í Evrópu að sambærileg yfirvöld og Samgöngustofa hafi svo víðtækar heimildir til þess að fletta í sjúkraskrám. „Það getur verið alls konar dót í sjúkraskránni þinni sem tengist því ekki á nokkurn hátt hvort þú sért hæfur til að fljúga eða ekki. Í sjúkraskrá er að finna þær persónulegustu upplýsingar sem hægt er að finna um fólk,“ segir lögmaðurinn sem útilokar ekki að flugmaðurinn leiti réttar síns frekar. Heilsugæslan segist taka ábendingar Persónuverndar alvarlega. Búið sé að rifta öllum samningum um aðgang stofnana að sjúkraskrám fyrir utan við einkareknar heilsugæslustöðvar. Þá sé byrjað að afla upplýsinga vegna frumkvæðisskoðunar Persónuverndar. Fréttir af flugi Persónuvernd Heilsugæsla Stjórnsýsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi við Samgöngustofu um aðgang að sjúkraskrám eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulagið stríddi gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd tilkynnti í gær að hún hefði hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum heilsugæslunnar í gær. Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndar undan uppflettingum trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá hans, var sviptur heilbrigðisvottorði sem varð til þess að hann missti réttindi sem atvinnuflugmaður. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður hans, segir að Samgöngustofa hafi tekið upplýsingar úr sjúkraskrá flugmannsins úr samhengi. „Það er bara valsað um sjúkraskrána hans eins og þú sért bara að rölta um Kringluna að skoða og þar teknir handahófskenndir hlutir, setningar eða orð og búin til einhver saga sem enginn fótur er fyrir og á þeim grunni er viðkomandi aðili síðan sviptur þessu heilbrigðisvottorð,“ segir lögmaðurinn. Gögn vistuð á almennu drifi Samgöngustofa fullyrti að aðeins yfirlæknir flugsviðs hennar hefði aðgang að sjúkraskrám og að engir aðrir starfsmenn stofnunarinnar hefðu haft eða hefðu slíkan aðgang í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Mikilvægt væri fyrir flugöryggi að yfirlæknir hefði nauðsynleg gögn til þess að leggja mat á heilbrigði umsækjenda um heilbrigðisvottorð. Þetta segir Páll Ágúst yfirklór og efnislega rangt. Samkvæmt úrlausn Persónuverndar og gögnum sem flugmaðurinn fékk hafi upplýsingar úr sjúkraskrá hans verið vistaðar og geymdar á almennu drifi sem starfsmenn Samgöngustofu höfðu aðgang að. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Auk þess hafi almennir starfsmenn stofnunarinnar skrifað undir bréf sem innihéldu persónulegar upplýsingar sem var eingöngu að finna í sjúkraskrá flugmannsins. „Þannig að það er í raun og veru orðhengilsháttur að bara yfirlæknir flugsviðs hafi haft aðgang að sjúkraskránum. Það getur vel verið að hann einn hafi haft aðgang að sjúkraskrárforritinu sjálfu en meðferðin á upplýsingunum úr sjúkraskránum var ekki með þeim hætti að hann einn hafði aðgang að þeim,“ segir Páll Ágúst við Vísi. Upplýsinganna aflað með ólögmætum hætti Flugmaðurinn hefur þegar farið fram á það við Samgöngustofu að fá réttindi sín aftur. Páll Ágúst segir úrlausn Persónuverndar staðfesta að Samgöngustofa hafi aldrei átt að hafa aðgang að sjúkraskrá flugmannsins og upplýsinganna hafi því verið aflað með ólögmætum hætti. Lög um loftferðir eru skýr um að Samgöngustofa geti kallað eftir almennum heilsufarsupplýsingum, að mati Páls Ágúst. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir að Samgöngustofa hafi ótakmarkaðan aðgang að sjúkraskrám einstaklinga. Það tíðkist ekki í Evrópu að sambærileg yfirvöld og Samgöngustofa hafi svo víðtækar heimildir til þess að fletta í sjúkraskrám. „Það getur verið alls konar dót í sjúkraskránni þinni sem tengist því ekki á nokkurn hátt hvort þú sért hæfur til að fljúga eða ekki. Í sjúkraskrá er að finna þær persónulegustu upplýsingar sem hægt er að finna um fólk,“ segir lögmaðurinn sem útilokar ekki að flugmaðurinn leiti réttar síns frekar. Heilsugæslan segist taka ábendingar Persónuverndar alvarlega. Búið sé að rifta öllum samningum um aðgang stofnana að sjúkraskrám fyrir utan við einkareknar heilsugæslustöðvar. Þá sé byrjað að afla upplýsinga vegna frumkvæðisskoðunar Persónuverndar.
Fréttir af flugi Persónuvernd Heilsugæsla Stjórnsýsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02
Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?