Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2024 14:41 Á myndinni er Labrador retriever. Myndin er úr safni. Getty Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutningi á hundi til landsins. Eigandi hundsins flutti hann til landsins, en vildi meina að ekki væri um eiginlegan innflutning að ræða þar sem hann væri að koma aftur heim til Íslands. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar. Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar.
Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira