„Hann hverfur ofan í jörðina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 19:27 Þorri Sebastian, Álfheiður amma hans og Björgvin Gunnar faðir hans. Vísir/Vésteinn Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum. Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin. Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Sjá meira
Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin.
Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Sjá meira