Tími er ekki óþrjótandi auðlind Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 7. október 2024 10:30 Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun