„Þingflokkur Pírata braut á mér“ Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 14:30 Atli Þór Fanndal var ráðinn samskiptastjóri Pírata í byrjun maí. Hann er þegar hættur. Aðsend Fyrrverandi starfsmaður Pírata segir þingflokkinn hafa brotið á honum og átta öðrum Pírötum, með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Hann var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Formaður í þrjár vikur Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Halldór Auðar entist ekki lengi í formannsstólnum en hann steig til hliðar sem formaður aðeins þremur vikum eftir fundinn. Samhliða því var varamönnum í stjórn veittur fullur atkvæðisréttur í stjórninni. Ástæðan fyrir þessum breytingum á stjórninni og atkvæðisrétti hefur verið sögð megn óánægja áhrifafólks innan Pírata með framkvæmd stjórnarkjörsins og meintri atkvæðasmölun á fundinum. Samskiptastjórinn látinn fjúka Skömmu eftir fundinn var Atli Þór Fanndal, sem þá hafði verið samskiptastjóri Pírata í nokkra mánuði, látinn taka pokann sinn. Ástæðan hefur ekki verið kunngjörð opinberlega en hann er sagður hafa staðið að áðurnefndri atkvæðasmölun, þvert á vilja þeirra sem fara með mannaforráð í flokknum. Atli hefur áður kvatt Pírata eins og fjallað var um árið 2018. Þá hefur komið á daginn að þingflokkur Pírata skoðaði skjáskot úr hópspjalli fólks sem skipulagði hallarbyltinguna á aðalfundinum skömmu eftir fundinn. Atli Þór var þátttakandi í hópspjallinu. Í frétt mbl.is um málið er haft eftir Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að honum þætti ekkert tiltökumál að skoða hópspjallið. Þingflokkurinn fengi reglulega slík trúnaðargögn til yfirlestrar. Þingflokkurinn ekki rannsóknarréttur Atli Þór hefur nú birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann bregst við ummælum Björns Levís og þingflokkssystur hans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um málið. Hann segir að fólk sem tekur þátt í flokkspólitík eigi ekki að þurfa að búa við að þingflokkur stjórnmálahreyfingar hnýsist í einkasamtöl flokksfélaga. Þingflokkur sé ekki rannsóknarréttur yfir flokksfélögum sínum. Þingmenn eigi ekki að sjá sig sem trúarlögreglu flokka. „Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Fundur um þetta fór fram að morgni 9. september, tveimur dögum eftir aðalfund flokksins. Í kjölfarið var gögnunum dreift meðal ‘flokkseigenda’ svo að halda mætti áfram að grafa undan réttkjörinni stjórn.“ Krefst afsökunarbeiðni Þá segir Atli Þór að þurfa að standa í því að útskýra það sérstaklega fyrir Pírötum að friðhelgi einkalífs og persónuvernd séu eitthvað sem sé ekki hægt að svipta fólk út frá geðþótta sé það „hlægilegasta í þessum farsa öllum, þó þar sé af nógu að taka.“ „Rétt væri að þingflokkurinn bæði okkur afsökunar og reyndi að bæta fyrir brotin. Því miður hefur þó ekkert komið úr þeim ranni annað en afneitanir og réttlætingar á framkomu sem ég myndi ekki óska neinum.“ Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um starfsemi Pírata eftir aðalfund flokksins, þar sem mikil nýliðun varð í framkvæmdastjórn hans og tveir stjórnarmenn voru felldir í atkvæðagreiðslu. Formaður í þrjár vikur Meðal þess sem breyttist eftir aðalfundinn var að Atli Stefán Yngvason, formaður framkvæmdastjórnar, féll úr stjórninni og varð varamaður. Þá kom Halldór Auðar Svansson, fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, nýr inn í stjórnina og varð formaður. Halldór Auðar entist ekki lengi í formannsstólnum en hann steig til hliðar sem formaður aðeins þremur vikum eftir fundinn. Samhliða því var varamönnum í stjórn veittur fullur atkvæðisréttur í stjórninni. Ástæðan fyrir þessum breytingum á stjórninni og atkvæðisrétti hefur verið sögð megn óánægja áhrifafólks innan Pírata með framkvæmd stjórnarkjörsins og meintri atkvæðasmölun á fundinum. Samskiptastjórinn látinn fjúka Skömmu eftir fundinn var Atli Þór Fanndal, sem þá hafði verið samskiptastjóri Pírata í nokkra mánuði, látinn taka pokann sinn. Ástæðan hefur ekki verið kunngjörð opinberlega en hann er sagður hafa staðið að áðurnefndri atkvæðasmölun, þvert á vilja þeirra sem fara með mannaforráð í flokknum. Atli hefur áður kvatt Pírata eins og fjallað var um árið 2018. Þá hefur komið á daginn að þingflokkur Pírata skoðaði skjáskot úr hópspjalli fólks sem skipulagði hallarbyltinguna á aðalfundinum skömmu eftir fundinn. Atli Þór var þátttakandi í hópspjallinu. Í frétt mbl.is um málið er haft eftir Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að honum þætti ekkert tiltökumál að skoða hópspjallið. Þingflokkurinn fengi reglulega slík trúnaðargögn til yfirlestrar. Þingflokkurinn ekki rannsóknarréttur Atli Þór hefur nú birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann bregst við ummælum Björns Levís og þingflokkssystur hans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um málið. Hann segir að fólk sem tekur þátt í flokkspólitík eigi ekki að þurfa að búa við að þingflokkur stjórnmálahreyfingar hnýsist í einkasamtöl flokksfélaga. Þingflokkur sé ekki rannsóknarréttur yfir flokksfélögum sínum. Þingmenn eigi ekki að sjá sig sem trúarlögreglu flokka. „Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum Pírötum með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Fundur um þetta fór fram að morgni 9. september, tveimur dögum eftir aðalfund flokksins. Í kjölfarið var gögnunum dreift meðal ‘flokkseigenda’ svo að halda mætti áfram að grafa undan réttkjörinni stjórn.“ Krefst afsökunarbeiðni Þá segir Atli Þór að þurfa að standa í því að útskýra það sérstaklega fyrir Pírötum að friðhelgi einkalífs og persónuvernd séu eitthvað sem sé ekki hægt að svipta fólk út frá geðþótta sé það „hlægilegasta í þessum farsa öllum, þó þar sé af nógu að taka.“ „Rétt væri að þingflokkurinn bæði okkur afsökunar og reyndi að bæta fyrir brotin. Því miður hefur þó ekkert komið úr þeim ranni annað en afneitanir og réttlætingar á framkomu sem ég myndi ekki óska neinum.“
Píratar Alþingi Tengdar fréttir Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Nýliðun í framkvæmdastjórn Pírata Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd. 7. september 2024 19:25