Hvernig líður þér í vinnunni? Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifa 9. október 2024 13:33 Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Stjórnun Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun