Endursala stórnotenda er engin töfralausn Tinna Traustadóttir skrifar 11. október 2024 10:02 Full ástæða er til að hafa áhyggjur af raforkuöryggi almennings og nauðsynlegt er að auka virkni heildsölumarkaðar. Hvorugt verður þó tryggt með því að heimila stórnotendum að endurselja raforku inn á kerfið, orku sem þeir ella myndu nota í eigin rekstur. Raforkukerfið okkar er í þröngri stöðu og eðlilegt að allar leiðir til úrbóta séu ræddar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur, notar um 20% af allri raforku sem unnin er, en stórnotendur um 80%. Við fyrstu sýn kann endursala stórnotenda inn á kerfið því að hljóma sem einfalt mál og hugsanleg töfralausn í þröngri stöðu. Hafa verður í huga að raforkukerfið okkar er einstakt á heimsvísu. Það er eingöngu knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum og gengið þannig frá samningum við stórnotendur raforku að ekki er þörf á að vera með plan B í formi jarðefnaeldsneytis, líkt og í öðrum löndum. Ætla mætti að slíkt kerfi væri ekki hægt að reka svo vel færi. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli: nýting auðlinda og fjárfestingar í orkuframleiðslu eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Iðnaður hefur verið samkeppnishæfur og raforkuverð til almennings lágt og stöðugt. Þá hefur raforkuöryggi til þessa verið tryggt. Skerðingar og sveigjanleiki Raforkusölusamningar við stórnotendur eru öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum og eru grundvöllur vel heppnaðrar uppbyggingar raforkukerfisins. Til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar, en á sama tíma tryggja öruggan rekstur kerfisins, höfum við samið sérstaklega um að geta skert afhendingu orku til stórnotenda í slæmum vatnsárum. En það er ekki bara Landsvirkjun sem hefur sveigjanleika í orkuafhendingu þegar svo ber undir, heldur hafa viðskiptavinir einnig sveigjanleika í raforkunotkun. Þegar eitthvað kemur upp í rekstri þeirra eru þeir ekki skuldbundnir til að taka alla raforku sem samningar kveða á um. Raforkuverð í samningum tekur auðvitað mið af öllum þessum þáttum, er lægra fyrir vikið og endurspeglar þessar mismunandi forsendur afhendingar. Í raforkusamningum á meginlandi Evrópu er það yfirleitt reglan að stórnotendur geta endurselt raforkuna á markað, en í þeim felast líka skuldbindingar um að kaupa alla umsamda orku. Ef endursala stórnotenda inn á kerfið hér á landi yrði að veruleika þyrfti að taka upp alla raforkusamninga og breyta þeim í veigamiklum atriðum. Ein óhjákvæmileg afleiðing þess væri hærra raforkuverð sem kæmi niður á samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem hér starfa. Stoðunum yrði kippt undan farsælum rekstri í kerfi með eingöngu endurnýjanlega orku og hámarksnýtingu, sem hefur verið til hagsbóta fyrir bæði iðnað og almenning í landinu. Jafnvægi ógnað Viðsemjendur Landsvirkjunar eru öflug fyrirtæki sem starfa um allan heim og keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Hart er tekist á um viðskiptaskilmála og þar skiptir raforkuverðið mestu máli. Við samningaborðið er ekki verið að takast á um heimildir viðskiptavina til endursölu, enda kjósa þeir að nota raforkuna í eigin starfsemi. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er örmarkaður þar sem stórnotendur eru fyrirferðarmiklir og endursala án takmarkana gæti raskað jafnvæginu með ófyrirséðum afleiðingum, þar sem álverð á heimsmarkaði yrði jafnvel ráðandi þáttur í raforkuverði til almennings hérlendis. Þá vill oft gleymast, að flutningskerfi Landsnets takmarkar hversu mikla raforku er hægt að flytja milli landsvæða. Um helmingur af raforkunotkun stórnotenda er á norður- og austurlandi og ekki hægt að flytja raforkuna suður, þar sem staðan er þröng. Í raun gætu því aðeins fáein fyrirtæki hugsanlega endurselt raforku inn á kerfið. Tífalt verð Í vor stóð miðlunarforðinn í Þórisvatni mjög tæpt. Landsvirkjun biðlaði þá til viðskiptavina sinna að hafa samband ef áhugi væri á endursölu, með það að markmiði að verja lónstöðuna. Viðbrögðin voru mjög takmörkuð og í þeim tilvikum sem raforkuverð kom til umræðu var það allt að tíu sinnum hærra en kaupverð í samningum. Það er skiljanlegt að fyrirtækin vilji hátt verð við hugsanlega endursölu, enda myndi hún auðvitað draga úr framleiðslu þeirra og valda tekjuskerðingu sem vega þarf upp á móti. Endursala stórnotenda er því ekki sú töfralausn sem margir halda fram þegar kemur að því að tryggja raforkuöryggi almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af raforkuöryggi almennings og nauðsynlegt er að auka virkni heildsölumarkaðar. Hvorugt verður þó tryggt með því að heimila stórnotendum að endurselja raforku inn á kerfið, orku sem þeir ella myndu nota í eigin rekstur. Raforkukerfið okkar er í þröngri stöðu og eðlilegt að allar leiðir til úrbóta séu ræddar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur, notar um 20% af allri raforku sem unnin er, en stórnotendur um 80%. Við fyrstu sýn kann endursala stórnotenda inn á kerfið því að hljóma sem einfalt mál og hugsanleg töfralausn í þröngri stöðu. Hafa verður í huga að raforkukerfið okkar er einstakt á heimsvísu. Það er eingöngu knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum og gengið þannig frá samningum við stórnotendur raforku að ekki er þörf á að vera með plan B í formi jarðefnaeldsneytis, líkt og í öðrum löndum. Ætla mætti að slíkt kerfi væri ekki hægt að reka svo vel færi. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli: nýting auðlinda og fjárfestingar í orkuframleiðslu eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Iðnaður hefur verið samkeppnishæfur og raforkuverð til almennings lágt og stöðugt. Þá hefur raforkuöryggi til þessa verið tryggt. Skerðingar og sveigjanleiki Raforkusölusamningar við stórnotendur eru öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum og eru grundvöllur vel heppnaðrar uppbyggingar raforkukerfisins. Til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar, en á sama tíma tryggja öruggan rekstur kerfisins, höfum við samið sérstaklega um að geta skert afhendingu orku til stórnotenda í slæmum vatnsárum. En það er ekki bara Landsvirkjun sem hefur sveigjanleika í orkuafhendingu þegar svo ber undir, heldur hafa viðskiptavinir einnig sveigjanleika í raforkunotkun. Þegar eitthvað kemur upp í rekstri þeirra eru þeir ekki skuldbundnir til að taka alla raforku sem samningar kveða á um. Raforkuverð í samningum tekur auðvitað mið af öllum þessum þáttum, er lægra fyrir vikið og endurspeglar þessar mismunandi forsendur afhendingar. Í raforkusamningum á meginlandi Evrópu er það yfirleitt reglan að stórnotendur geta endurselt raforkuna á markað, en í þeim felast líka skuldbindingar um að kaupa alla umsamda orku. Ef endursala stórnotenda inn á kerfið hér á landi yrði að veruleika þyrfti að taka upp alla raforkusamninga og breyta þeim í veigamiklum atriðum. Ein óhjákvæmileg afleiðing þess væri hærra raforkuverð sem kæmi niður á samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem hér starfa. Stoðunum yrði kippt undan farsælum rekstri í kerfi með eingöngu endurnýjanlega orku og hámarksnýtingu, sem hefur verið til hagsbóta fyrir bæði iðnað og almenning í landinu. Jafnvægi ógnað Viðsemjendur Landsvirkjunar eru öflug fyrirtæki sem starfa um allan heim og keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Hart er tekist á um viðskiptaskilmála og þar skiptir raforkuverðið mestu máli. Við samningaborðið er ekki verið að takast á um heimildir viðskiptavina til endursölu, enda kjósa þeir að nota raforkuna í eigin starfsemi. Raforkumarkaðurinn á Íslandi er örmarkaður þar sem stórnotendur eru fyrirferðarmiklir og endursala án takmarkana gæti raskað jafnvæginu með ófyrirséðum afleiðingum, þar sem álverð á heimsmarkaði yrði jafnvel ráðandi þáttur í raforkuverði til almennings hérlendis. Þá vill oft gleymast, að flutningskerfi Landsnets takmarkar hversu mikla raforku er hægt að flytja milli landsvæða. Um helmingur af raforkunotkun stórnotenda er á norður- og austurlandi og ekki hægt að flytja raforkuna suður, þar sem staðan er þröng. Í raun gætu því aðeins fáein fyrirtæki hugsanlega endurselt raforku inn á kerfið. Tífalt verð Í vor stóð miðlunarforðinn í Þórisvatni mjög tæpt. Landsvirkjun biðlaði þá til viðskiptavina sinna að hafa samband ef áhugi væri á endursölu, með það að markmiði að verja lónstöðuna. Viðbrögðin voru mjög takmörkuð og í þeim tilvikum sem raforkuverð kom til umræðu var það allt að tíu sinnum hærra en kaupverð í samningum. Það er skiljanlegt að fyrirtækin vilji hátt verð við hugsanlega endursölu, enda myndi hún auðvitað draga úr framleiðslu þeirra og valda tekjuskerðingu sem vega þarf upp á móti. Endursala stórnotenda er því ekki sú töfralausn sem margir halda fram þegar kemur að því að tryggja raforkuöryggi almennings. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun