Hvernig líður þér í dag? Hildur Vilhelmsdóttir skrifar 10. október 2024 15:32 Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum. Hún hvetur vinnustaði og stofnanir til að standa vörð um andlega heilsu starfsfólks síns. Fólk á vinnumarkaði ver meirihluta af vökutíma sínum í vinnu, eða að meðaltali um 168 klst. á mánuði á íslenskum vinnumarkaði. Því er mikilvægt að skoða hvaða áhrif vinnuumhverfið hefurá heilsu starfsfólks. Geta vinnustaðir gert eitthvað til að hlúa að starfsfólki sínu og stuðla að vellíðan þeirra? Vinnustaðir geta í raun gert fjölmargt til að stuðla að vellíðan starfsfólks, hvort sem um er að ræða líkamlega, andlega eða félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að líðan starfsfólks heildrænt, þar sem ekki nægir að fjárfesta í besta stólnum ef á sama tíma er litið framhjá óæskilegri samskiptahegðun eða langvarandi álagi. Eru einhverjir þættir í starfsumhverfinu sem tæma orku starfsfólks og hafa neikvæð áhrif á vellíðan? Getum við mögulega hjálpast að við að bæta líðan starfsfólks með nærandi starfsumhverfi og hvað felst í nærandi starfsumhverfi? Starfsfólki, sem líður vel í vinnunni sýnir betri afköst, upplifir minni streitu, er ólíklegra til að upplifa einkenni kulnunar og tekur að jafnaði færri veikindadaga en það starfsfólk sem líður illa á vinnustaðnum, þá dregur vellíðan starfsfólks úr starfsmannaveltu Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja að starfsfólki þeirra líði vel og vellíðan starfsfólks ætti alltaf að vera forgangsmál stjórnenda. Á vinnustöðum er nauðsynlegt að vinna markvisst að því að tryggja jákvæð samskipti, öfluga samvinnu, skýra ferla og boðleiðir, styrkja stjórnun og skapa heilbrigða vinnustaðamenningu. Með því móti minnkum við líkur á árekstrum. Það er ekki síður mikilvægt að starfsfólk upplifi að það tilheyri, að skoðanir þeirra skipti máli og þau fái stuðning frá samstarfsfólki og stjórnendum. Heilbrigt vinnuumhverfi er sameiginlegt verkefni allra á vinnustaðnum. Sköpum í sameiningu umhverfi sem stuðlar að vellíðan starfsfólks, bæði í leik og starfi. Tökum eftir hvert öðru, bætt líðan starfsfólks byrjar hjá okkur sjálfum – öll höfum við áhrif. Höfundur er mannauðsráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Streita og kulnun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum. Hún hvetur vinnustaði og stofnanir til að standa vörð um andlega heilsu starfsfólks síns. Fólk á vinnumarkaði ver meirihluta af vökutíma sínum í vinnu, eða að meðaltali um 168 klst. á mánuði á íslenskum vinnumarkaði. Því er mikilvægt að skoða hvaða áhrif vinnuumhverfið hefurá heilsu starfsfólks. Geta vinnustaðir gert eitthvað til að hlúa að starfsfólki sínu og stuðla að vellíðan þeirra? Vinnustaðir geta í raun gert fjölmargt til að stuðla að vellíðan starfsfólks, hvort sem um er að ræða líkamlega, andlega eða félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að líðan starfsfólks heildrænt, þar sem ekki nægir að fjárfesta í besta stólnum ef á sama tíma er litið framhjá óæskilegri samskiptahegðun eða langvarandi álagi. Eru einhverjir þættir í starfsumhverfinu sem tæma orku starfsfólks og hafa neikvæð áhrif á vellíðan? Getum við mögulega hjálpast að við að bæta líðan starfsfólks með nærandi starfsumhverfi og hvað felst í nærandi starfsumhverfi? Starfsfólki, sem líður vel í vinnunni sýnir betri afköst, upplifir minni streitu, er ólíklegra til að upplifa einkenni kulnunar og tekur að jafnaði færri veikindadaga en það starfsfólk sem líður illa á vinnustaðnum, þá dregur vellíðan starfsfólks úr starfsmannaveltu Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja að starfsfólki þeirra líði vel og vellíðan starfsfólks ætti alltaf að vera forgangsmál stjórnenda. Á vinnustöðum er nauðsynlegt að vinna markvisst að því að tryggja jákvæð samskipti, öfluga samvinnu, skýra ferla og boðleiðir, styrkja stjórnun og skapa heilbrigða vinnustaðamenningu. Með því móti minnkum við líkur á árekstrum. Það er ekki síður mikilvægt að starfsfólk upplifi að það tilheyri, að skoðanir þeirra skipti máli og þau fái stuðning frá samstarfsfólki og stjórnendum. Heilbrigt vinnuumhverfi er sameiginlegt verkefni allra á vinnustaðnum. Sköpum í sameiningu umhverfi sem stuðlar að vellíðan starfsfólks, bæði í leik og starfi. Tökum eftir hvert öðru, bætt líðan starfsfólks byrjar hjá okkur sjálfum – öll höfum við áhrif. Höfundur er mannauðsráðgjafi hjá Attentus.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun