Ekki allir sem geta leitað í bakland eftir barnapössun Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. október 2024 20:16 Katrín segir marga foreldra hafa áhyggjur af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Stöð 2 Foreldrar barna í leik- og grunnskólum þar sem hefjast verkföll 29. október eru afar áhyggjufullir vegna stöðunnar. Bæði um það hvar eigi að koma börnunum fyrir á meðan þau þurfa að fara í vinnu og hvaða áhrif verkfallið hefur á nám barnanna. „Ég sjálf er það heppin að ég þarf ekki að fara í eitthvað púsluspil,“ segir Katrín Ásta Sigurjónsdóttir móðir leikskólabarns en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hafa heyrt í foreldrum sem hafi margir lýst áhyggjum af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Verkfallið í leikskólunum er ótímabundið ólíkt því sem er í grunnskólunum. „Að fara aftur í að leita í baklandið. Við höfum það ekkert öll. Þetta er svona aftur erfið staða hvert á að setja barnið á daginn. Það geta ekkert allir leitað til ömmu og afa. Einstæðir foreldrar þurfa að fara í vinnu. Maður er bara óhepinn að vera í leikskóla sem var í þessu vali núna,“ segir Katrín að lokum. Bryndís Ýr Pétursdóttir foreldri barns í 10. bekk í Laugalækjarskóla segir það mikið áhyggjuefni að börn fái ekki kennslu í heilan mánuð og hvaða áhrif það hefur á möguleika þeirra. Þau séu flest að undirbúa sig um að sækja um í framhaldsskóla. Hún segist einnig hafa áhyggjur af börnunum vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu vegna ofbeldis og vopnaburðar. Það sé ekki langt síðan það áttu sér stað voveiflegir atburðir. Þá séu sum börn í viðkvæmri stöðu en önnur. Útilokar ekki frekari aðgerðir Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Í leik og grunnskólum voru verkfallsaðgerðir samþykktar með 100 prósentum atkvæða og með 82 prósentum í FsU. Formaður Kennarasambands Íslands segir skilaboðin skýr. „Nú getum við bara ekki beðið lengur og því miður þá hefur okkur fundist deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til í að nú komi samfélagið og fjárfesti í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum okkar,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Ég sjálf er það heppin að ég þarf ekki að fara í eitthvað púsluspil,“ segir Katrín Ásta Sigurjónsdóttir móðir leikskólabarns en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hafa heyrt í foreldrum sem hafi margir lýst áhyggjum af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Verkfallið í leikskólunum er ótímabundið ólíkt því sem er í grunnskólunum. „Að fara aftur í að leita í baklandið. Við höfum það ekkert öll. Þetta er svona aftur erfið staða hvert á að setja barnið á daginn. Það geta ekkert allir leitað til ömmu og afa. Einstæðir foreldrar þurfa að fara í vinnu. Maður er bara óhepinn að vera í leikskóla sem var í þessu vali núna,“ segir Katrín að lokum. Bryndís Ýr Pétursdóttir foreldri barns í 10. bekk í Laugalækjarskóla segir það mikið áhyggjuefni að börn fái ekki kennslu í heilan mánuð og hvaða áhrif það hefur á möguleika þeirra. Þau séu flest að undirbúa sig um að sækja um í framhaldsskóla. Hún segist einnig hafa áhyggjur af börnunum vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu vegna ofbeldis og vopnaburðar. Það sé ekki langt síðan það áttu sér stað voveiflegir atburðir. Þá séu sum börn í viðkvæmri stöðu en önnur. Útilokar ekki frekari aðgerðir Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Í leik og grunnskólum voru verkfallsaðgerðir samþykktar með 100 prósentum atkvæða og með 82 prósentum í FsU. Formaður Kennarasambands Íslands segir skilaboðin skýr. „Nú getum við bara ekki beðið lengur og því miður þá hefur okkur fundist deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til í að nú komi samfélagið og fjárfesti í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum okkar,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02
Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26