Ekki allir sem geta leitað í bakland eftir barnapössun Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. október 2024 20:16 Katrín segir marga foreldra hafa áhyggjur af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Stöð 2 Foreldrar barna í leik- og grunnskólum þar sem hefjast verkföll 29. október eru afar áhyggjufullir vegna stöðunnar. Bæði um það hvar eigi að koma börnunum fyrir á meðan þau þurfa að fara í vinnu og hvaða áhrif verkfallið hefur á nám barnanna. „Ég sjálf er það heppin að ég þarf ekki að fara í eitthvað púsluspil,“ segir Katrín Ásta Sigurjónsdóttir móðir leikskólabarns en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hafa heyrt í foreldrum sem hafi margir lýst áhyggjum af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Verkfallið í leikskólunum er ótímabundið ólíkt því sem er í grunnskólunum. „Að fara aftur í að leita í baklandið. Við höfum það ekkert öll. Þetta er svona aftur erfið staða hvert á að setja barnið á daginn. Það geta ekkert allir leitað til ömmu og afa. Einstæðir foreldrar þurfa að fara í vinnu. Maður er bara óhepinn að vera í leikskóla sem var í þessu vali núna,“ segir Katrín að lokum. Bryndís Ýr Pétursdóttir foreldri barns í 10. bekk í Laugalækjarskóla segir það mikið áhyggjuefni að börn fái ekki kennslu í heilan mánuð og hvaða áhrif það hefur á möguleika þeirra. Þau séu flest að undirbúa sig um að sækja um í framhaldsskóla. Hún segist einnig hafa áhyggjur af börnunum vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu vegna ofbeldis og vopnaburðar. Það sé ekki langt síðan það áttu sér stað voveiflegir atburðir. Þá séu sum börn í viðkvæmri stöðu en önnur. Útilokar ekki frekari aðgerðir Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Í leik og grunnskólum voru verkfallsaðgerðir samþykktar með 100 prósentum atkvæða og með 82 prósentum í FsU. Formaður Kennarasambands Íslands segir skilaboðin skýr. „Nú getum við bara ekki beðið lengur og því miður þá hefur okkur fundist deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til í að nú komi samfélagið og fjárfesti í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum okkar,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Ég sjálf er það heppin að ég þarf ekki að fara í eitthvað púsluspil,“ segir Katrín Ásta Sigurjónsdóttir móðir leikskólabarns en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hafa heyrt í foreldrum sem hafi margir lýst áhyggjum af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Verkfallið í leikskólunum er ótímabundið ólíkt því sem er í grunnskólunum. „Að fara aftur í að leita í baklandið. Við höfum það ekkert öll. Þetta er svona aftur erfið staða hvert á að setja barnið á daginn. Það geta ekkert allir leitað til ömmu og afa. Einstæðir foreldrar þurfa að fara í vinnu. Maður er bara óhepinn að vera í leikskóla sem var í þessu vali núna,“ segir Katrín að lokum. Bryndís Ýr Pétursdóttir foreldri barns í 10. bekk í Laugalækjarskóla segir það mikið áhyggjuefni að börn fái ekki kennslu í heilan mánuð og hvaða áhrif það hefur á möguleika þeirra. Þau séu flest að undirbúa sig um að sækja um í framhaldsskóla. Hún segist einnig hafa áhyggjur af börnunum vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu vegna ofbeldis og vopnaburðar. Það sé ekki langt síðan það áttu sér stað voveiflegir atburðir. Þá séu sum börn í viðkvæmri stöðu en önnur. Útilokar ekki frekari aðgerðir Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Í leik og grunnskólum voru verkfallsaðgerðir samþykktar með 100 prósentum atkvæða og með 82 prósentum í FsU. Formaður Kennarasambands Íslands segir skilaboðin skýr. „Nú getum við bara ekki beðið lengur og því miður þá hefur okkur fundist deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til í að nú komi samfélagið og fjárfesti í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum okkar,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02
Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels