„Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 11:32 Svandís Svavarsdóttir segist standa með Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknaflokksins segir samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð og formaður Vinstri grænna segist ekki vilja leyna því að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Þrátt fyrir það segist hvorugt þeirra spennt fyrir kosningum á allra næstu mánuðum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels