„Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2024 14:02 Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson var ekki spenntur fyrir því að spila í Bestu deildinni þegar samningur hans við Bolton Wanderers rann út í sumar en útilokar þó ekki að gera það næsta sumar. Hann er með hugann við að finna lið í janúar. Jón Daði hefur verið án liðs síðan samningur hans við Bolton á Englandi rann út í lok júní. Samningamál hans eru í lausu lofti eins og sakir standa. „Staðan er sú að ég er samningslaus og hef verið að halda mér í standi. Þetta er smá spurningamerki eins og er. Ég veit ekki alveg hvað er fram undan,“ segir Jón Daði í samtali við Jóhann Skúla Jónsson í hlaðvarpinu Draumaliðið. Hann leitist eftir því að finna sér nýtt lið þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. „Ég fókusa bara á janúar, það er það eina sem er í boði. Ég get í rauninni samið hvar sem er vegna þess að ég er án liðs. Það er miklu erfiðara þegar glugginn er lokaður af því að flestöll lið eru ekki að leita sér að styrkingu,“ segir Jón Daði. Með slökkt á símanum Jón Daði var orðaður við lið hér á landi í sumar og æfði meðal annars með KR. Hann segist ekki hafa verið spenntur fyrir hugmyndinni að spila heima þá en fjölskyldunnar vegna sé styttra en lengra í að hann flytji alfarið heim. „Ég loka aldrei neinum dyrum. Til að byrja með var ég ekki mjög hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst. Ísland kallar alltaf til manns, líka bara út af fjölskyldunni og aðallega börnunum mínum,“ Draumaliðið · Jón Daði Böðvarsson „Stelpan mín fer bráðum að verða sex ára og ég vil fyrr en síðar að hún byrji fyrr en síðar á Íslandi í skóla. Ég loka ekki neinum dyrum,“ segir Jón Daði. Hann hafi þá haft gott af því að taka sér smá pásu í sumar. „Maður er líka hálfpartinn búinn að vera með slökkt á símanum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hef verið svolítið leiðinlegur að svara ekki. Ég held það sé í lagi að viðurkenna það að maður var orðinn svolítið andlega lúinn,“ segir Jón Daði. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Jón Daði hefur verið án liðs síðan samningur hans við Bolton á Englandi rann út í lok júní. Samningamál hans eru í lausu lofti eins og sakir standa. „Staðan er sú að ég er samningslaus og hef verið að halda mér í standi. Þetta er smá spurningamerki eins og er. Ég veit ekki alveg hvað er fram undan,“ segir Jón Daði í samtali við Jóhann Skúla Jónsson í hlaðvarpinu Draumaliðið. Hann leitist eftir því að finna sér nýtt lið þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. „Ég fókusa bara á janúar, það er það eina sem er í boði. Ég get í rauninni samið hvar sem er vegna þess að ég er án liðs. Það er miklu erfiðara þegar glugginn er lokaður af því að flestöll lið eru ekki að leita sér að styrkingu,“ segir Jón Daði. Með slökkt á símanum Jón Daði var orðaður við lið hér á landi í sumar og æfði meðal annars með KR. Hann segist ekki hafa verið spenntur fyrir hugmyndinni að spila heima þá en fjölskyldunnar vegna sé styttra en lengra í að hann flytji alfarið heim. „Ég loka aldrei neinum dyrum. Til að byrja með var ég ekki mjög hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst. Ísland kallar alltaf til manns, líka bara út af fjölskyldunni og aðallega börnunum mínum,“ Draumaliðið · Jón Daði Böðvarsson „Stelpan mín fer bráðum að verða sex ára og ég vil fyrr en síðar að hún byrji fyrr en síðar á Íslandi í skóla. Ég loka ekki neinum dyrum,“ segir Jón Daði. Hann hafi þá haft gott af því að taka sér smá pásu í sumar. „Maður er líka hálfpartinn búinn að vera með slökkt á símanum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hef verið svolítið leiðinlegur að svara ekki. Ég held það sé í lagi að viðurkenna það að maður var orðinn svolítið andlega lúinn,“ segir Jón Daði.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira