Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 19:48 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. „Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs. Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
„Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum