Svandís safnar sjálfboðaliðum: „Ég bið ykkur um aðstoð” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 20:24 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Stöð 2/Bjarni Svandís Svavarsdóttir formaður VG hefur sent ákall til flokksmanna um að nú sé kosningabaráttan hafin og hvetur öll sem hönd geti lagt á plóg til að skrá sig sem sjálfboðaliða. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er til félaga í flokknum nú rétt fyrir átta í kvöld. „Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði! Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
„Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði!
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira