Til borgarstjóra Maríanna S. Bjarnleifsdóttir skrifar 14. október 2024 06:30 Kjarabarátta hinna mörgu stétta sem byggja þetta land getur tekið á hjá atvinnurekendum, launþegum og þeim sem nýta sér vinnu og þjónustu þeirra sem berjast fyrir betri kjörum. Stundum lætur fólk leiðinleg ummæli frá sér í spjalli við fólk vegna pirrings og að mörgu leyti er það skiljanlegt því mannlegt eðli verður til þess að við segjum eitthvað særandi þegar við verðum sár, reið og leið. Í gær þá varð ég sár, reið og leið út í þín ummæli. Þeir nemendur sem ég kenni fengju stórkostlegar athugasemdir frá mér ef þeir töluðu svona niður til annarra í minni skólastofu. Ég kenni unglingum og þarf því að sýna gott fordæmi um hvernig ég kem þessu frá mér og get ekki leyft mér að skrifa það sem mig langar helst að segja. Hér kemur því kurteisa útgáfan af því sem ég vil koma frá mér. Ég skil að þú viljir ekki auka útgjöld vinnustaðar þíns þar sem starf þitt er fólgið í því að láta bókhaldið stemma en tel að fólk menntað í mannauðsmálum myndi seint telja þetta jákvæða leið til þess. Kraftur kennara er mikill og þú temur þá ekki til hlýðni með því að tala þá niður og alhæfa um hluti sem þú greinilega hefur ekki haft fyrir að kynna þér.Að tala um að kennarar nenni ekki að vera með nemendum sínum er að ráðast gegn því sem heldur okkur í starfinu. Ástríðan fyrir nemendum er það sem hélt kennurum gangandi í heimsfaraldri, heldur þeim áfram í starfi og það sem drífur þá áfram. Ekki eru það launin eða önnur fríðindi sem öðrum á almennum vinnumarkaði býðst. Einar þú ert yfirmaður okkar sem vinnum hjá Reykjavíkurborg og ég tel líklegt að á opinberum vinnumarkaði myndir þú þurfa að taka pokann þinn ef þú gerðist sekur um svona ummæli um starfsfólk þitt. Þú potaðir í ranga stétt og ég ráðlegg þér að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum þínum. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kjarabarátta hinna mörgu stétta sem byggja þetta land getur tekið á hjá atvinnurekendum, launþegum og þeim sem nýta sér vinnu og þjónustu þeirra sem berjast fyrir betri kjörum. Stundum lætur fólk leiðinleg ummæli frá sér í spjalli við fólk vegna pirrings og að mörgu leyti er það skiljanlegt því mannlegt eðli verður til þess að við segjum eitthvað særandi þegar við verðum sár, reið og leið. Í gær þá varð ég sár, reið og leið út í þín ummæli. Þeir nemendur sem ég kenni fengju stórkostlegar athugasemdir frá mér ef þeir töluðu svona niður til annarra í minni skólastofu. Ég kenni unglingum og þarf því að sýna gott fordæmi um hvernig ég kem þessu frá mér og get ekki leyft mér að skrifa það sem mig langar helst að segja. Hér kemur því kurteisa útgáfan af því sem ég vil koma frá mér. Ég skil að þú viljir ekki auka útgjöld vinnustaðar þíns þar sem starf þitt er fólgið í því að láta bókhaldið stemma en tel að fólk menntað í mannauðsmálum myndi seint telja þetta jákvæða leið til þess. Kraftur kennara er mikill og þú temur þá ekki til hlýðni með því að tala þá niður og alhæfa um hluti sem þú greinilega hefur ekki haft fyrir að kynna þér.Að tala um að kennarar nenni ekki að vera með nemendum sínum er að ráðast gegn því sem heldur okkur í starfinu. Ástríðan fyrir nemendum er það sem hélt kennurum gangandi í heimsfaraldri, heldur þeim áfram í starfi og það sem drífur þá áfram. Ekki eru það launin eða önnur fríðindi sem öðrum á almennum vinnumarkaði býðst. Einar þú ert yfirmaður okkar sem vinnum hjá Reykjavíkurborg og ég tel líklegt að á opinberum vinnumarkaði myndir þú þurfa að taka pokann þinn ef þú gerðist sekur um svona ummæli um starfsfólk þitt. Þú potaðir í ranga stétt og ég ráðlegg þér að biðjast opinberlega afsökunar á ummælum þínum. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar