Allt varð vitlaust í handboltaleik: Einn bitinn og hrækt á þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 08:02 Spánverjinn Jorge Maqueda fékk rautt spjald fyrir það að bíta mótherja sinn í toppslagnum í pólska handboltanum. Getty/Alex Davidson Það varð hreinlega allt vitlaust í stórleik pólska handboltans á milli Wisla Plock og Industria Kielce í gær. Wisla Plock vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun 29-25, og minnkaði forskot Kielce á toppnum í þrjú stig. Kielce var lengi mikið Íslendingalið en landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson yfirgaf félagið í sumar. Það gekk mikið á í íþróttahúsi Plock manna í þessum mikilvæga leik. Það var hart tekist á í leiknum en dómararnir sendu alls 21 leikmann í tveggja mínútna refsingu auk þess að reka einn leikmann af velli með rautt spjald. Í leiknum leit út fyrir að Spánverjinn Jorge Maqueda hjá Kielce hafði bitið Mirsad Terzić, Bosníumanninn hjá Wisla Plock. Maqueda fékk rautt og blátt spjald eftir að dómararnir skoðuðu myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan. Lætin voru ekki búinn í leikslok því báðir þjálfarar voru mjög ósáttir með hvorn annan eftir leikinn. Xavi Sabate, þjálfari Wisla Plock, sagði á blaðamannafundi að kollegi sinn hjá Kielce, Talant Dujshebaev, hafi hrækt á sig og það fyrir framan eftirlitsdómarann. Kielce sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem Dujshebaev sagði umræddan Sabate hafa kallað sig „helvítis Kínverja“. Kielce hélt því líka fram að stuðningsmenn Plock hafi notað ósmekklegt og klúrt orðbragð í átt að leikmönnum liðsins allan leikinn. Þar kom líka fram að um ljótan rasisma hafi verið að ræða. Meðal þeirra leikmanna sem sögðu frá því voru franski hornamaðurinn Dylan Nahi og pólska skyttan Tomasz Gebala. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vHBO6AsAeMQ">watch on YouTube</a> Pólski handboltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Wisla Plock vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun 29-25, og minnkaði forskot Kielce á toppnum í þrjú stig. Kielce var lengi mikið Íslendingalið en landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson yfirgaf félagið í sumar. Það gekk mikið á í íþróttahúsi Plock manna í þessum mikilvæga leik. Það var hart tekist á í leiknum en dómararnir sendu alls 21 leikmann í tveggja mínútna refsingu auk þess að reka einn leikmann af velli með rautt spjald. Í leiknum leit út fyrir að Spánverjinn Jorge Maqueda hjá Kielce hafði bitið Mirsad Terzić, Bosníumanninn hjá Wisla Plock. Maqueda fékk rautt og blátt spjald eftir að dómararnir skoðuðu myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan. Lætin voru ekki búinn í leikslok því báðir þjálfarar voru mjög ósáttir með hvorn annan eftir leikinn. Xavi Sabate, þjálfari Wisla Plock, sagði á blaðamannafundi að kollegi sinn hjá Kielce, Talant Dujshebaev, hafi hrækt á sig og það fyrir framan eftirlitsdómarann. Kielce sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem Dujshebaev sagði umræddan Sabate hafa kallað sig „helvítis Kínverja“. Kielce hélt því líka fram að stuðningsmenn Plock hafi notað ósmekklegt og klúrt orðbragð í átt að leikmönnum liðsins allan leikinn. Þar kom líka fram að um ljótan rasisma hafi verið að ræða. Meðal þeirra leikmanna sem sögðu frá því voru franski hornamaðurinn Dylan Nahi og pólska skyttan Tomasz Gebala. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vHBO6AsAeMQ">watch on YouTube</a>
Pólski handboltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita