Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar 14. október 2024 10:01 Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun