Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2024 20:13 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Vísir/Vilhelm Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum. Það er óhætt að segja að hveitibrauðsdagar Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands eru ekki margir. Hún hefur einungis setið á forsetastóli í tæpa þrjá mánuði nú þegar ríkisstjórn springur og hún þarf að koma að málum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætti stundvíslega til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í morgun til að óska eftir þingrofi, án samráðs við forystufólk hinna stjórnarflokkanna. Heldur þú að hinir flokkarnir verði með í þessu eins og þú leggur það upp. Ertu búinn að heyra eitthvað nánar í þeim? „Við höfum ekki átt neinn fund frekar en ég geri svona frekar ráð fyrir því. Mér finnst það eðlilegt. Það sem við erum í raun og veru að gera er að stytta kjörtímabilið mjög hressilega. Að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Ef menn kjósa að gera það ekki þá mun ég biðjast lausnar. Þá verður hér væntanlega starfsstjórn fram í kosningar. Ég sé ekkert sérstakt unnið með því,“ sagði forsætisráðherra þegar hann gekk á fund forseta Íslands í morgun. Forsetinn átti tæplega klukkustundar langan fund með Bjarna en hún hafði rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna símleiðis í gærkvöldi. „Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. gr stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá því tilkynnt er um þingrofið,“ sagði Halla í yfirlýsingu til fjölmiðla að loknum fundinum með forsætisráðherra og sagðist að svo stöddu ekki ætla að svara neinum spurningum fjölmiðla. Forsetinn átti síðan í dag fundi með öllum formönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins á skrifstofu sinni á Staðastað í Reykjavík. „Að þeim fundum loknum mun ég leggja mat á stöðu mála áður en ég tek afstöðu til tillögunnar. Ég mun svo gera grein fyrir ákvörðun minni síðar í vikunni,“ sagði forsetinn sem hélt eftir þetta frá Bessastöðum að skrifstofu sinni á Staðastað við Hljómskálagarðinn. Kristrún Frostadóttir hélt á fund forseta í dag.Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill að flokkarnir flýti sér hægt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mætti fyrst formanna stjórnarandstöðuflokka á fund forseta klukkan hálf ellefu í morgun. „Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu. Það liggur til dæmis fyrir að forsætisráðherra hefur ekki ennþá beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Það þarf að ræða þann möguleika hvort eðlilegra er að setja á starfsstjórn.“ Samfylkingin vildi hins vegar kosningar sem allra fyrst. „Við viljum þingrof en næstu dagar skipta máli. Formið skiptir máli og ég gerði forseta grein fyrir því,“ sagði Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var á sama máli og Kristrún um kosningar sem fyrst. Viðreisn styddi þingrofstillögu forsætisráðherra, en þörf væri á starfhæfri ríkisstjórn í stað þessarar. „Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður KatrínVísir/Vilhelm Stjórnarflokkarnir megi ekki láta ólund ráða för Hefði ekki verið eðlilegra að Bjarni bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt? „Það á einfaldlega eftir að leysa úr því. Mér finnst ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn. Það hefur iðulega gerst þannig í þessu stjórnmálalífi. En mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin. Hún er að sitja þetta út væntanlega til 30 nóvember. Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins styður einnig að forseti verði við þingrofsbeiðni forsætisráðherra. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir þrír geti unnið saman fram að kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að forseti fallist á þingrof.Vísir/Vilhelm Hvað er þá til ráða fyrir forseta, er það minnihlutastjórn eða eitthvað slíkt? „Já, já væntanlega. Nú er enn óvissa um hvort þessi ríkisstjórn sitji áfram sem slík eða sem starfsstjórn og hvort allir flokkarnir taki þátt í henni. Það er ekkert hægt að gera í því ef það er mynduð minnihlutastjórn við þessar aðstæður. Ekki fara menn að lýsa yfir vantrausti á hana þegar búið er að boða til kosninga með skömmum fyrirvara,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Afstaða formanna Flokks fólksins, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og þingflokksformanns Pírata kemur fram í öðrum fréttum á Vísi. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Það er óhætt að segja að hveitibrauðsdagar Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands eru ekki margir. Hún hefur einungis setið á forsetastóli í tæpa þrjá mánuði nú þegar ríkisstjórn springur og hún þarf að koma að málum. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætti stundvíslega til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í morgun til að óska eftir þingrofi, án samráðs við forystufólk hinna stjórnarflokkanna. Heldur þú að hinir flokkarnir verði með í þessu eins og þú leggur það upp. Ertu búinn að heyra eitthvað nánar í þeim? „Við höfum ekki átt neinn fund frekar en ég geri svona frekar ráð fyrir því. Mér finnst það eðlilegt. Það sem við erum í raun og veru að gera er að stytta kjörtímabilið mjög hressilega. Að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Ef menn kjósa að gera það ekki þá mun ég biðjast lausnar. Þá verður hér væntanlega starfsstjórn fram í kosningar. Ég sé ekkert sérstakt unnið með því,“ sagði forsætisráðherra þegar hann gekk á fund forseta Íslands í morgun. Forsetinn átti tæplega klukkustundar langan fund með Bjarna en hún hafði rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna símleiðis í gærkvöldi. „Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. gr stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir frá því tilkynnt er um þingrofið,“ sagði Halla í yfirlýsingu til fjölmiðla að loknum fundinum með forsætisráðherra og sagðist að svo stöddu ekki ætla að svara neinum spurningum fjölmiðla. Forsetinn átti síðan í dag fundi með öllum formönnum annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins á skrifstofu sinni á Staðastað í Reykjavík. „Að þeim fundum loknum mun ég leggja mat á stöðu mála áður en ég tek afstöðu til tillögunnar. Ég mun svo gera grein fyrir ákvörðun minni síðar í vikunni,“ sagði forsetinn sem hélt eftir þetta frá Bessastöðum að skrifstofu sinni á Staðastað við Hljómskálagarðinn. Kristrún Frostadóttir hélt á fund forseta í dag.Vísir/Vilhelm Samfylkingin vill að flokkarnir flýti sér hægt Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mætti fyrst formanna stjórnarandstöðuflokka á fund forseta klukkan hálf ellefu í morgun. „Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu. Það liggur til dæmis fyrir að forsætisráðherra hefur ekki ennþá beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Það þarf að ræða þann möguleika hvort eðlilegra er að setja á starfsstjórn.“ Samfylkingin vildi hins vegar kosningar sem allra fyrst. „Við viljum þingrof en næstu dagar skipta máli. Formið skiptir máli og ég gerði forseta grein fyrir því,“ sagði Kristrún. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var á sama máli og Kristrún um kosningar sem fyrst. Viðreisn styddi þingrofstillögu forsætisráðherra, en þörf væri á starfhæfri ríkisstjórn í stað þessarar. „Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður KatrínVísir/Vilhelm Stjórnarflokkarnir megi ekki láta ólund ráða för Hefði ekki verið eðlilegra að Bjarni bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt? „Það á einfaldlega eftir að leysa úr því. Mér finnst ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn. Það hefur iðulega gerst þannig í þessu stjórnmálalífi. En mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin. Hún er að sitja þetta út væntanlega til 30 nóvember. Þau verða bara vesgú að axla sína ábyrgð í þessu en ekki vera með einhverja ólund hvert út í annað sem síðan bitnar á þjóðinni,“ sagði Þorgerður Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins styður einnig að forseti verði við þingrofsbeiðni forsætisráðherra. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir þrír geti unnið saman fram að kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að forseti fallist á þingrof.Vísir/Vilhelm Hvað er þá til ráða fyrir forseta, er það minnihlutastjórn eða eitthvað slíkt? „Já, já væntanlega. Nú er enn óvissa um hvort þessi ríkisstjórn sitji áfram sem slík eða sem starfsstjórn og hvort allir flokkarnir taki þátt í henni. Það er ekkert hægt að gera í því ef það er mynduð minnihlutastjórn við þessar aðstæður. Ekki fara menn að lýsa yfir vantrausti á hana þegar búið er að boða til kosninga með skömmum fyrirvara,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Afstaða formanna Flokks fólksins, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og þingflokksformanns Pírata kemur fram í öðrum fréttum á Vísi.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira