Ástarvika Vigdís Häsler skrifar 15. október 2024 14:31 Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Börn og uppeldi Bolungarvík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun