Viðstaddir í Strassbourg fengu smjörþefinn af pólitískri ólgu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2024 11:59 Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins fer fram í Strassbourg þessa dagana. Mesut Dogan/Getty Stuðla ætti að frekari sameiningu íslenskra sveitarfélaga, veita Reykjavík sérstaka stöðu sem höfuðborg og bæta samskipti sveitarfélaga og ríkis, samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar Evrópuráðsins. Til stóð að innviðaráðherra ávarpaði sveitarstjórnarþing ráðsins í Strassbourg morgun en viðstaddir fengu í staðinn smjörþefinn af þeirri óvissu sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“ Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“
Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36