Dropinn sem fyllti mælinn Melkorka Kjartansdóttir skrifar 16. október 2024 14:01 Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun