Innflytjendur og íslenska Runólfur Ágústsson skrifar 17. október 2024 11:02 Um 20% núverandi Íslendinga eru fæddir erlendis. Í umræðu síðustu daga og vikna er allt þetta fólk of oft sett undir sama hatt. Langflestir innflytjenda er fólk sem hingað hefur flutt til vinnu, annað hvort á grundvelli EES samningsins eða sem sérfræðingar annars staðar að. Þetta er fólkið sem stendur undir lífskjörum okkar og hagvexti. Þetta er fólkið sem heldur hjúkrunarheimilunum okkar gangandi, spítölum, leikskólum, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Það er misskilningur að þetta fólk sinni einungis láglaunastörfum, þeirra á meðal eru fjölmargir hátt launaðir sérfræðingar sem vinna við þekkingar-, nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki okkar. Án þeirra væri CCP eða Alvotech ekki til. Fólkið sem vinnur þessi störf er langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi og þau standa undir velferð okkar og velsæld. Lítill hluti innflytjenda en sá sem þarf lang mesta þjónustu, innleiðingu og aðlögun eru síðan þeir sem koma hingað á eigin vegum og sækja um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra hafa undanfarin ár komið frá Úkraínu og Venúsúela, en verulega hefur dregið úr straumi fólks af þessu þjóðerni hingað til lands. Þá standa eftir þeir sem „banka upp á“ á landamærunum sem hafa undanfarin misseri að meirihluta verið karlmenn. Hættum að fylla kerfin okkar, hvað varðar móttöku flóttafólks, af ungum hreyfanlegum karlmönnum sem illa aðlagast að íslensku samfélagi en setjum þess í stað áhersluna á kvótaflóttafólk og það að sækja fólk í neyð, konur, börn og jaðarsetta hópa. Skilgreinum þann fjölda sem við getum árlega sinnt út frá innviðum og getu til að sinna þessu viðkvæma stríðshrjáða fólki. Gerum líka þær kröfur til þeirra sem hingað koma að þau aðlagist gildum okkar samfélags, lýðræði, trúfrelsi og kvenfrelsi, auk þess að styðja við íslenskunám þeirra og inngildingu. Þannig varðveitum við menningu okkar og tungu. Heildarkostnaður við móttöku flóttafólks í ár er áætlaður um 16 milljarðar króna. Nýtum það sem sparast með skilvirkari innflytjendastefnu til íslenskunáms fyrir útlendinga. Þar er skólakerfið að bregðast börnum innflytjenda sem þurfa eðlilega meiri tíma til að læra íslensku en íslenskumælandi börn. Eftir hrun millifærðum við milljarða króna úr bótakerfinu yfir í skólakerfið með því að kosta nám ungs fólks á atvinnuleysisbótum sem fékk þess í stað námslán. Notum hér sömu aðferðafræðina, drögum úr kostnaði við móttöku (og brottvísun) hælisleitenda og nýtum þá fjármuni til að kenna börnum innflytjenda íslensku. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ágústsson Innflytjendamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Um 20% núverandi Íslendinga eru fæddir erlendis. Í umræðu síðustu daga og vikna er allt þetta fólk of oft sett undir sama hatt. Langflestir innflytjenda er fólk sem hingað hefur flutt til vinnu, annað hvort á grundvelli EES samningsins eða sem sérfræðingar annars staðar að. Þetta er fólkið sem stendur undir lífskjörum okkar og hagvexti. Þetta er fólkið sem heldur hjúkrunarheimilunum okkar gangandi, spítölum, leikskólum, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Það er misskilningur að þetta fólk sinni einungis láglaunastörfum, þeirra á meðal eru fjölmargir hátt launaðir sérfræðingar sem vinna við þekkingar-, nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki okkar. Án þeirra væri CCP eða Alvotech ekki til. Fólkið sem vinnur þessi störf er langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi og þau standa undir velferð okkar og velsæld. Lítill hluti innflytjenda en sá sem þarf lang mesta þjónustu, innleiðingu og aðlögun eru síðan þeir sem koma hingað á eigin vegum og sækja um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra hafa undanfarin ár komið frá Úkraínu og Venúsúela, en verulega hefur dregið úr straumi fólks af þessu þjóðerni hingað til lands. Þá standa eftir þeir sem „banka upp á“ á landamærunum sem hafa undanfarin misseri að meirihluta verið karlmenn. Hættum að fylla kerfin okkar, hvað varðar móttöku flóttafólks, af ungum hreyfanlegum karlmönnum sem illa aðlagast að íslensku samfélagi en setjum þess í stað áhersluna á kvótaflóttafólk og það að sækja fólk í neyð, konur, börn og jaðarsetta hópa. Skilgreinum þann fjölda sem við getum árlega sinnt út frá innviðum og getu til að sinna þessu viðkvæma stríðshrjáða fólki. Gerum líka þær kröfur til þeirra sem hingað koma að þau aðlagist gildum okkar samfélags, lýðræði, trúfrelsi og kvenfrelsi, auk þess að styðja við íslenskunám þeirra og inngildingu. Þannig varðveitum við menningu okkar og tungu. Heildarkostnaður við móttöku flóttafólks í ár er áætlaður um 16 milljarðar króna. Nýtum það sem sparast með skilvirkari innflytjendastefnu til íslenskunáms fyrir útlendinga. Þar er skólakerfið að bregðast börnum innflytjenda sem þurfa eðlilega meiri tíma til að læra íslensku en íslenskumælandi börn. Eftir hrun millifærðum við milljarða króna úr bótakerfinu yfir í skólakerfið með því að kosta nám ungs fólks á atvinnuleysisbótum sem fékk þess í stað námslán. Notum hér sömu aðferðafræðina, drögum úr kostnaði við móttöku (og brottvísun) hælisleitenda og nýtum þá fjármuni til að kenna börnum innflytjenda íslensku. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar