„Það þarf að nýta auðlindir landsins, það er alveg ljóst“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 23:54 Halla Hrund mun að öllum líkindum verma fyrsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir fráfarandi orkumálastjóri og verðandi oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segir alveg ljóst að nýta þurfi auðlindir landsins, en nýtingin þurfi að vera ábyrg. Hún segir að Framsókn sé samvinnuflokkur sem geti unnið þvert á pólitíska hagsmuni. „Það er alveg ljóst að það þarf að vera mikil sókn framundan hjá Framsókn,“ svaraði Halla Hrund, þegar spurt var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort stefna Framsóknar í orkumálum yrði nú varkárari en verið hefur. „En varðandi auðlindamálin þá eru þau sannarlega eitt af mínum lykilerindum, en það hefur samt verið þannig að á þeim tíma sem ég hef verið orkumálastjóri hefur bæði verið mikil sókn í jarðhitanum, og ég hef veitt leyfi fyrir fleiri megavöttum á síðustu þremur árum en var gert tíu árin á undan, þannig það er nú gömul mýta að þetta þýði varkárni í virkjunum,“ segir hún. Auðvitað muni flokkurinn þó tala fyrir ábyrgri auðlindanýtingu sem skili sér til samfélagsins. Hún segir að hennar meginerindi séu að passa upp á að við séum að fá sem mestan ábata fyrir samfélagið okkar úr ólíkum auðlindum. „Ég hef líka stórt og mikið landsbyggðarhjarta og það gleður mig mjög að fá að leiða Suðurkjördæmi, sem er ótrúlega fjölbreytt og spennandi kjördæmi sem á gríðarlega mikið inni,“ segir Halla. Þá segir hún að húsnæðismálin séu orðin þannig að venjulegt fólk sé að keppa við fagfjárfesta á opnum húsum. „Þetta er eitthvað sem er grundvallarskynsemismál að leysa og eitthvað sem ég mun beita mér fyrir,“ segir Halla Hrund. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Orkumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
„Það er alveg ljóst að það þarf að vera mikil sókn framundan hjá Framsókn,“ svaraði Halla Hrund, þegar spurt var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort stefna Framsóknar í orkumálum yrði nú varkárari en verið hefur. „En varðandi auðlindamálin þá eru þau sannarlega eitt af mínum lykilerindum, en það hefur samt verið þannig að á þeim tíma sem ég hef verið orkumálastjóri hefur bæði verið mikil sókn í jarðhitanum, og ég hef veitt leyfi fyrir fleiri megavöttum á síðustu þremur árum en var gert tíu árin á undan, þannig það er nú gömul mýta að þetta þýði varkárni í virkjunum,“ segir hún. Auðvitað muni flokkurinn þó tala fyrir ábyrgri auðlindanýtingu sem skili sér til samfélagsins. Hún segir að hennar meginerindi séu að passa upp á að við séum að fá sem mestan ábata fyrir samfélagið okkar úr ólíkum auðlindum. „Ég hef líka stórt og mikið landsbyggðarhjarta og það gleður mig mjög að fá að leiða Suðurkjördæmi, sem er ótrúlega fjölbreytt og spennandi kjördæmi sem á gríðarlega mikið inni,“ segir Halla. Þá segir hún að húsnæðismálin séu orðin þannig að venjulegt fólk sé að keppa við fagfjárfesta á opnum húsum. „Þetta er eitthvað sem er grundvallarskynsemismál að leysa og eitthvað sem ég mun beita mér fyrir,“ segir Halla Hrund.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Orkumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira