„Þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera“ Lovísa Arnardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2024 14:51 Snorri Másson stefnir á fyrsta sætið hjá Miðflokknum og á þing. Vísir/Vilhelm Snorri Másson fjölmiðlamaður tilkynnti fyrr í dag að hann stefni á forystusæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Miðflokkinn. Hann segist ekki hafa fastmótaða skoðun á því hvort kjördæmanna það verður. „Ég einfaldlega býð mig fram til að leiða í Reykjavíkurkjördæmi fyrir Miðflokkinn og legg þetta þannig í dóm viðeigandi aðila innan flokksins.“ Snorri segir ekkert gefið í þessu. Þetta sé hans tillaga og hans ósk en svo sé það útfærsluatriði innan flokksins hvaða kjördæmi hann gæti endað í. „Þessar kosningar bera mjög brátt að og það myndaðist, eins og allir sáu, mikill skjálfti í stjórnmálum. Þvert á alla flokka. Allir flokkar eru í sinni áhugaverðu stöðu á sinn hátt,“ segir Snorri spurður hvort að fleiri flokkar hafi haft samband. Hann hafi rætt við allskonar fólk í mörgum flokkum. „Ég hef átt ýmis samtöl en það hefur ekkert annað komið til greina en Miðflokkurinn.“ Samkvæmt nýjustu könnunum mælist flokkurinn með 12 þingmenn inni á þingi og um 17,7 prósenta fylgi. Hans helstu áherslumál eru að standa vörð um ákveðin grundvallaratriði í íslensku samfélagi sem honum þykja, á þessu stigi, geta riðlast nokkur hratt. Sem dæmi sé það tungumálið og þróun þess. „Íslenskan er á mörgum stöðum þjóðlífsins að missa sína stöðu,“ segir Snorri sem er menntaður málfræðingur. Hann hafi kynnt sér það vel hvernig tungumál deyi út. Það gerist hægt og bítandi og svo það hratt að illa sé hægt að bregðast við. Hann segir marga möguleika til að bregðast við en að í brúnni þurfi að vera fólk sem taki verkefninu alvarlega. Hann segist vera með fleiri áherslumál sem hann muni kynna á næstu dögum. Hann hafi skýra sýn í stórum málum. Flokkur sem talar ekki undir rós Snorri segist telja sín sjónarmið falla vel að stefnu Miðflokksins. Það sem heilli hann mest við flokkinn er að hann hafi talað sem beinskeyttast um þau úrlausnarefni sem blasi við í stjórnmálum. „Hann er ekki að tala undir rós og ég er mjög ánægður með slíka nálgun,“ segir Snorri. Hann sé meðvitaður um að það hafi ekki alltaf farið vel ofan í fólk. „Það sem helst heillar mig er að í þessum flokki segir fólk hug sinn.“ Hvort Snorri sé búinn að segja skilið við fjölmiðlun segir hann það í raun standa öllum til boða að stunda fjölmiðlun. Það sé samt skýrt að frá og með þessari tilkynningu verði hann ekki hlutlaus blaðamaður eða fréttamaður í sama skilningi og áður. Hann muni, eins og áður, halda áfram að dæla út sínum skoðunum. Slæðingur af efasemdum stoppar ekki „Þetta er ákvörðun sem ég tek eftir mikla umhugsun og miklar áskoranir, að fara þessa leið. Ég var mjög hugsi yfir því hvort þetta væri rétta skrefið. En ég finn, eftir að ég tók þessa ákvörðun og eftir að ég tilkynnti þetta, séð viðbrögðin og fundið hvernig mér líður sjálfur, að þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera.“ Hann segir viðbrögðin að mestu leyti hafa verið góð. „Það er slæðingur af efasemdum.“ Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Íslensk tunga Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58 „Þannig að við erum ekki gift“ Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. 8. ágúst 2024 11:02 Mundi ekki afmælisdag eiginkonunnar Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar. 12. júlí 2024 10:39 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Ég einfaldlega býð mig fram til að leiða í Reykjavíkurkjördæmi fyrir Miðflokkinn og legg þetta þannig í dóm viðeigandi aðila innan flokksins.“ Snorri segir ekkert gefið í þessu. Þetta sé hans tillaga og hans ósk en svo sé það útfærsluatriði innan flokksins hvaða kjördæmi hann gæti endað í. „Þessar kosningar bera mjög brátt að og það myndaðist, eins og allir sáu, mikill skjálfti í stjórnmálum. Þvert á alla flokka. Allir flokkar eru í sinni áhugaverðu stöðu á sinn hátt,“ segir Snorri spurður hvort að fleiri flokkar hafi haft samband. Hann hafi rætt við allskonar fólk í mörgum flokkum. „Ég hef átt ýmis samtöl en það hefur ekkert annað komið til greina en Miðflokkurinn.“ Samkvæmt nýjustu könnunum mælist flokkurinn með 12 þingmenn inni á þingi og um 17,7 prósenta fylgi. Hans helstu áherslumál eru að standa vörð um ákveðin grundvallaratriði í íslensku samfélagi sem honum þykja, á þessu stigi, geta riðlast nokkur hratt. Sem dæmi sé það tungumálið og þróun þess. „Íslenskan er á mörgum stöðum þjóðlífsins að missa sína stöðu,“ segir Snorri sem er menntaður málfræðingur. Hann hafi kynnt sér það vel hvernig tungumál deyi út. Það gerist hægt og bítandi og svo það hratt að illa sé hægt að bregðast við. Hann segir marga möguleika til að bregðast við en að í brúnni þurfi að vera fólk sem taki verkefninu alvarlega. Hann segist vera með fleiri áherslumál sem hann muni kynna á næstu dögum. Hann hafi skýra sýn í stórum málum. Flokkur sem talar ekki undir rós Snorri segist telja sín sjónarmið falla vel að stefnu Miðflokksins. Það sem heilli hann mest við flokkinn er að hann hafi talað sem beinskeyttast um þau úrlausnarefni sem blasi við í stjórnmálum. „Hann er ekki að tala undir rós og ég er mjög ánægður með slíka nálgun,“ segir Snorri. Hann sé meðvitaður um að það hafi ekki alltaf farið vel ofan í fólk. „Það sem helst heillar mig er að í þessum flokki segir fólk hug sinn.“ Hvort Snorri sé búinn að segja skilið við fjölmiðlun segir hann það í raun standa öllum til boða að stunda fjölmiðlun. Það sé samt skýrt að frá og með þessari tilkynningu verði hann ekki hlutlaus blaðamaður eða fréttamaður í sama skilningi og áður. Hann muni, eins og áður, halda áfram að dæla út sínum skoðunum. Slæðingur af efasemdum stoppar ekki „Þetta er ákvörðun sem ég tek eftir mikla umhugsun og miklar áskoranir, að fara þessa leið. Ég var mjög hugsi yfir því hvort þetta væri rétta skrefið. En ég finn, eftir að ég tók þessa ákvörðun og eftir að ég tilkynnti þetta, séð viðbrögðin og fundið hvernig mér líður sjálfur, að þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera.“ Hann segir viðbrögðin að mestu leyti hafa verið góð. „Það er slæðingur af efasemdum.“
Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Íslensk tunga Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58 „Þannig að við erum ekki gift“ Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. 8. ágúst 2024 11:02 Mundi ekki afmælisdag eiginkonunnar Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar. 12. júlí 2024 10:39 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58
„Þannig að við erum ekki gift“ Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. 8. ágúst 2024 11:02
Mundi ekki afmælisdag eiginkonunnar Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar. 12. júlí 2024 10:39