Í átt að betra Íslandi – stjórnmál sem skila árangri Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 20. október 2024 11:32 Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar