Rangfærslur bæjarstjóra Stefán Georgsson skrifar 20. október 2024 22:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Hérna fer Rósa með rangt mál að öllu leyti. Annað hvort veit bæjarstjóri ekki betur eða hún er vísvitandi að fara með rangt mál til að slá pólítískar keilur. Staðreyndir málsins eru þær að gegnum Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði liggur Hamraneslína 1-2. Gatnagerð í hverfinu lauk að mestu árið 2008 og það stóð lengi óbyggt. Hafnarfjarðarbær og íbúar hafa lengi þrýst á Landsnet að færa línurnar eða setja þær í jarðstreng. Lagt var til árið 2015 að setja Hamraneslínu 1-2 í jarðstreng, en Landsnet tók það ekki í mál. Ferill málsins er rakinn á Facebook síðu áhugahópsins Jarðstrengja. Sama ár (2015) fóru Íbúasamtök Valla í undirskriftasöfnun til að þrýsta á Landnset og í framhaldinu var gert samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, meðal annars um að taka Hamraneslínu niður þegar búið væri að byggja nýjar raflínur til Hafnarfjarðar, svokallaður Lyklafellslínu. Framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu (sem bæjarstjóri virðist rugla við Suðurnesjalínu 2) var fellt úr gildi 2018. Það var fellt úr gildi þar sem Landsnet gleymdi að skoða jarðstreng í öxl Bláfjallavegar sem valkost við loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði í mati á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum er á ábyrgð framkvæmdaaðila og út í hött að kenna náttúruverndarsamtökum um að Landsnet fylgdi ekki lögum. Þetta er alveg skýrt í úrskurði ÚUA: „Úrskurðarnefndin hefur að framan komist að þeirri niðurstöðu að ógilda beri hina kærðu ákvörðun þar sem ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.“ Til að gera langa sögu stutta fór svo að gjósa á Reykjanesi og jarðvísindamenn mæltu eindregið gegn þeim valkosti sem Landsnet lagði til. Því var hætt við allt saman og valkosturinn sem Landsnet hafði hafnað 2015 varð allt í einu raunhæfur. Nú í október 2024 (9 árum síðar) var jarðstrengur í stað Hamraneslínu í Skarðshlíð spennusettur og í framhaldi verður línan tekin niður. Í millitíðinni hafði Landsnet fært línuna til bráðabirgða með ærnum tilkostnaði. Níu ára töf og viðbótarkostnaður er alfarið á ábyrgð Landsnets, ekki frjálsra félagasamtaka. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Umhverfismál Stefán Georgsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Hérna fer Rósa með rangt mál að öllu leyti. Annað hvort veit bæjarstjóri ekki betur eða hún er vísvitandi að fara með rangt mál til að slá pólítískar keilur. Staðreyndir málsins eru þær að gegnum Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði liggur Hamraneslína 1-2. Gatnagerð í hverfinu lauk að mestu árið 2008 og það stóð lengi óbyggt. Hafnarfjarðarbær og íbúar hafa lengi þrýst á Landsnet að færa línurnar eða setja þær í jarðstreng. Lagt var til árið 2015 að setja Hamraneslínu 1-2 í jarðstreng, en Landsnet tók það ekki í mál. Ferill málsins er rakinn á Facebook síðu áhugahópsins Jarðstrengja. Sama ár (2015) fóru Íbúasamtök Valla í undirskriftasöfnun til að þrýsta á Landnset og í framhaldinu var gert samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, meðal annars um að taka Hamraneslínu niður þegar búið væri að byggja nýjar raflínur til Hafnarfjarðar, svokallaður Lyklafellslínu. Framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu (sem bæjarstjóri virðist rugla við Suðurnesjalínu 2) var fellt úr gildi 2018. Það var fellt úr gildi þar sem Landsnet gleymdi að skoða jarðstreng í öxl Bláfjallavegar sem valkost við loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði í mati á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum er á ábyrgð framkvæmdaaðila og út í hött að kenna náttúruverndarsamtökum um að Landsnet fylgdi ekki lögum. Þetta er alveg skýrt í úrskurði ÚUA: „Úrskurðarnefndin hefur að framan komist að þeirri niðurstöðu að ógilda beri hina kærðu ákvörðun þar sem ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.“ Til að gera langa sögu stutta fór svo að gjósa á Reykjanesi og jarðvísindamenn mæltu eindregið gegn þeim valkosti sem Landsnet lagði til. Því var hætt við allt saman og valkosturinn sem Landsnet hafði hafnað 2015 varð allt í einu raunhæfur. Nú í október 2024 (9 árum síðar) var jarðstrengur í stað Hamraneslínu í Skarðshlíð spennusettur og í framhaldi verður línan tekin niður. Í millitíðinni hafði Landsnet fært línuna til bráðabirgða með ærnum tilkostnaði. Níu ára töf og viðbótarkostnaður er alfarið á ábyrgð Landsnets, ekki frjálsra félagasamtaka. Höfundur er verkfræðingur.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun