Þingmenn verða að vita að Lilja segir ekki satt Björn B. Björnsson skrifar 22. október 2024 11:31 Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra ætlar að skera framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs niður um 50% á þremur árum samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Allir sjá í hendi sér að niðurskurður af þesssari stærðargráðu mundi ganga frá hvaða atvinnugrein sem er og svo verður líka um íslenska kvikmyndagerð. Hún verður lengi að ná sér eftir þetta áfall. Skaðinn nær líka til fjölmargra annarra atvinnugreina sem eru stoðgreinar kvikmyndaframleiðslunnar. Þannig munu þessar 500 milljónir sem Lilja sparar með niðurskurðinum leiða til 3.5 milljarða minni umsvifa í hagkerfinu og ríkissjóður verður af 1500 milljóna króna skatttekjum. Þá gengur þessi aðgerð Lilju þvert gegn yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins um að stórefla beri íslenska kvikmyndagerð. Lilja segir að þessi niðurskurður sé vegna þess að framlög í sjóðinn á árunum 2020 og 2021 hafi verið tímabundin framlög vegna covid. En þetta er því miður ekki satt. Aukin framlög í kvikmyndasjóð á þessum árum komu til vegna nýrrar kvikmyndastefnu sem ætlað var að stórefla greinina - eins og Lilja sagði margoft á þessum tíma í ræðum og riti. Hvergi sagði hún einu orði að þessi framlög væru tímabundin og vegna kóvid - og hvergi er stafkrókur um slíkt í opinberum skjölum. Í fjárlögum fyrir bæði þessi ár segir þvert á móti í skýringum með fjárlagafumvarpinu að aukin framlög í Kvikmyndasjóð séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það er ólíklegt að Lilja hafi logið að Alþingi í tvígang. Hitt er sönnu nær að hún segi ósatt núna til að fela eða fegra illa ígrundaða slátrun sína á Kvikmyndasjóði. Enn er von til að Alþingi lagi þennan hraparlega niðurskurð við meðferð fjárlagafrumvarpsins en til þess að það geti gerst þarf að segja þinginu satt. Þingið mun ekki laga neitt ef það leggur trúnað á þau orð menningarráðherra að um sé að ræða afturköllun á tímabundnum framlögum vegna kóvid. Til upplýsingar þá fékk Kvikmyndasjóður sérstakt covid framlag upp á 120 milljónir. Þessir peningar voru ekki settir inn í Kvikmyndasjóð heldur var þeim úthlutað sérstaklega einu sinni sem viðbragði við samdrætti vegna kóvid. Enginn er að tala um að halda þessu framlagi áfram. (Endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu er stundum þvælt saman við umræðuna um Kvikmyndasjóð. Þar er hins vegar um að ræða tekjuöflunarkerfi fyrir ríkissjóð en ekki stuðning við íslenska kvikmyndagerð. Ríkið metur það svo að umtalsverður kostnaður við það kerfi sé töluvert minni en tekjurnar sem það skilar). Fjárhagslegur ávinningur þessa niðurskurðar er minni en enginn - en skaðinn verður mikill. Bæði á innviðum íslenskrar kvikmyndaframleiðslu og ekki síður á íslenskri menningu og því mikilvæga hlutverki sem kvikmyndir gegna í nútíma samfélagi. Með þessari slátrun hefur Lilja Alfreðsdóttir sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fær þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi. Hin stóra stétt kvikmyndagerðarfólks á Íslandi biðlar nú til þingmanna um að afstýra því heimskulega skemmdarverki sem hér er í uppsiglingu. Svo bíðum við spennt eftir að fá að kjósa. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun