Svandís tekur upp hanskann fyrir kennara Lovísa Arnardóttir skrifar 22. október 2024 11:03 Svandís segist standa með kennurum í kjarabaráttu sinni. Verkföll kennara hefjast eftir viku náist ekki að semja. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segist standa með kennurum í kjarabaráttu sinni. Hún varar við því að menntakerfið sé einkavætt og að stétt fari þannig að hafa áhrif á aðgengi að menntun. Hún segir síðustu mánuði hafi verið hart sótt að kennurum. Því sé haldið fram að veikindahlutfall sé hátt og að þeim hafi fjölgað hraðar en nemendum, að vandinn sé ekki aðbúnaður eða aðstæður, heldur hjá kennurum sjálfum. Svandís segir þetta ekki rétt. Það gerir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu sem hún birtir sömuleiðis á Facebook-síðu sinni. Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs sagði í gær grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Eðlilegt er að mörg spyrji sig: Hvert er planið með þessum málflutningi? Hvaða markmiðum er verið að reyna að ná fram með því að ráðast á kennarastéttina?“ spyr Svandís í grein sinni. Hún segir það hræða þegar almannaþjónusta sé gagnrýnd frá hægri og það geti verið undanfari þess að markaðsöflum sé gefinn laus taumur. Menntakerfið megi hins vegar ekki verð „þeirri kredduhugsun að bráð“. Breytt samfélag hafi breytt menntakerfinu Hún segir menntakerfið í almannaþágu og að það verði að gefa kennurum verkfærin til að ná árangri en ekki „útmála þá sem sökudólga“. „Breytt samfélag með aukinni fjölbreytni kallar á aukinn stuðning við kennara, ekki árásir, til þess að hægt sé að mæta börnum á þeim stað sem þau eru. Það er flókið verkefni að kenna nemendahópi þar sem fjöldi nemenda hefur annað móðurmál en íslensku, hópum þar sem fjöldi barna með ýmsar greiningar hefur aukist mikið síðustu áratugi. Samfélagsbreytingar af þessum toga færa skólum verkefni sem áður voru ekki til staðar. Því til viðbótar koma samfélagsmiðlar og gliðnun samfélaga,“ segir Svandís í grein sinni Það þurfi að styðja betur við skólakerfið og að sveitarfélögin verði að hafa tekjustofna til að standa undir þjónustunni. „Í því verkefni má okkur ekki mistakast. Við viljum ekki feta í fótspor nágrannalanda okkar þar sem innviðir hafa verið einkavæddir í þágu fjármagns en ekki samfélagsins. Það sem við höfum verið svo stolt af, samfélag samstöðu, verður til í almennu skólakerfi. Þessu jöfnunarhlutverki verður að gefa gaum því það vegur þungt.“ Grein Svandísar er hægt að lesa í heild sinni hér. Kennaraverkfall 2024 Vinstri græn Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kennarar í MR samþykkja verkfall Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu. 17. október 2024 13:52 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 „Þetta er einhver leikur sem menn ákváðu að spila“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandsins ekki munu hafa áhrif á boðuð verkföll kennara. 16. október 2024 19:07 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Því sé haldið fram að veikindahlutfall sé hátt og að þeim hafi fjölgað hraðar en nemendum, að vandinn sé ekki aðbúnaður eða aðstæður, heldur hjá kennurum sjálfum. Svandís segir þetta ekki rétt. Það gerir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu sem hún birtir sömuleiðis á Facebook-síðu sinni. Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs sagði í gær grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Eðlilegt er að mörg spyrji sig: Hvert er planið með þessum málflutningi? Hvaða markmiðum er verið að reyna að ná fram með því að ráðast á kennarastéttina?“ spyr Svandís í grein sinni. Hún segir það hræða þegar almannaþjónusta sé gagnrýnd frá hægri og það geti verið undanfari þess að markaðsöflum sé gefinn laus taumur. Menntakerfið megi hins vegar ekki verð „þeirri kredduhugsun að bráð“. Breytt samfélag hafi breytt menntakerfinu Hún segir menntakerfið í almannaþágu og að það verði að gefa kennurum verkfærin til að ná árangri en ekki „útmála þá sem sökudólga“. „Breytt samfélag með aukinni fjölbreytni kallar á aukinn stuðning við kennara, ekki árásir, til þess að hægt sé að mæta börnum á þeim stað sem þau eru. Það er flókið verkefni að kenna nemendahópi þar sem fjöldi nemenda hefur annað móðurmál en íslensku, hópum þar sem fjöldi barna með ýmsar greiningar hefur aukist mikið síðustu áratugi. Samfélagsbreytingar af þessum toga færa skólum verkefni sem áður voru ekki til staðar. Því til viðbótar koma samfélagsmiðlar og gliðnun samfélaga,“ segir Svandís í grein sinni Það þurfi að styðja betur við skólakerfið og að sveitarfélögin verði að hafa tekjustofna til að standa undir þjónustunni. „Í því verkefni má okkur ekki mistakast. Við viljum ekki feta í fótspor nágrannalanda okkar þar sem innviðir hafa verið einkavæddir í þágu fjármagns en ekki samfélagsins. Það sem við höfum verið svo stolt af, samfélag samstöðu, verður til í almennu skólakerfi. Þessu jöfnunarhlutverki verður að gefa gaum því það vegur þungt.“ Grein Svandísar er hægt að lesa í heild sinni hér.
Kennaraverkfall 2024 Vinstri græn Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kennarar í MR samþykkja verkfall Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu. 17. október 2024 13:52 Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 „Þetta er einhver leikur sem menn ákváðu að spila“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandsins ekki munu hafa áhrif á boðuð verkföll kennara. 16. október 2024 19:07 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Kennarar í MR samþykkja verkfall Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu. 17. október 2024 13:52
Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53
„Þetta er einhver leikur sem menn ákváðu að spila“ Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandsins ekki munu hafa áhrif á boðuð verkföll kennara. 16. október 2024 19:07