Vill setja á fót móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 06:24 „Menntakerfið okkar á að tryggja jöfn tækifæri. Óbreytt staða tryggir ekki þau tækifæri fyrir alla,“ segir ráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist sannfærð um að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu skipt sköpum í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrann bendir á að árangur íslenskra nemenda í PISA sé verri en nokkru sinni áður og undir meðallagi Norðurlandanna og OECD í öllum þáttum. Þá útskrifist helmingur drengja úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Vandinn sé margþættur og erfitt að benda á eina „töfralausn“ en móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu hafti „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. „Móttökuskóli er ekki ný hugmynd og slíkan skóla má t.d. finna í Noregi. Skólinn væri fyrsta skref fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að fóta sig í íslensku samfélagi og lögð væri áhersla á samræmda tungumálakennslu og hæfnimat. Sérhæft úrræði þannig að þau séu betur undirbúin þegar þau síðan fara inn í almenna grunnskóla,“ segir Áslaug Arna. Tillögur þessa efnis hafi þegar verið lagðar fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. „Með því að taka slíka ákvörðun mætum við betur nemendum sem eru að fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu. Í óbreyttu kerfi tapa allir – ekki aðeins börn og ungmenni af erlendum uppruna heldur líka aðrir nemendur, kennarar og starfsfólk sem reynir að mæta þörfum hvers og eins nemanda án nægilegs stuðnings. Árangur skiptir samfélagið öllu máli,“ segir ráðherrann. Kerfið þurfi að virka fyrir alla og sérstaklega þann hóp barna sem eigi undir högg að sækja. Grunnskólar Skóla- og menntamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrann bendir á að árangur íslenskra nemenda í PISA sé verri en nokkru sinni áður og undir meðallagi Norðurlandanna og OECD í öllum þáttum. Þá útskrifist helmingur drengja úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Vandinn sé margþættur og erfitt að benda á eina „töfralausn“ en móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu hafti „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. „Móttökuskóli er ekki ný hugmynd og slíkan skóla má t.d. finna í Noregi. Skólinn væri fyrsta skref fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að fóta sig í íslensku samfélagi og lögð væri áhersla á samræmda tungumálakennslu og hæfnimat. Sérhæft úrræði þannig að þau séu betur undirbúin þegar þau síðan fara inn í almenna grunnskóla,“ segir Áslaug Arna. Tillögur þessa efnis hafi þegar verið lagðar fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. „Með því að taka slíka ákvörðun mætum við betur nemendum sem eru að fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu. Í óbreyttu kerfi tapa allir – ekki aðeins börn og ungmenni af erlendum uppruna heldur líka aðrir nemendur, kennarar og starfsfólk sem reynir að mæta þörfum hvers og eins nemanda án nægilegs stuðnings. Árangur skiptir samfélagið öllu máli,“ segir ráðherrann. Kerfið þurfi að virka fyrir alla og sérstaklega þann hóp barna sem eigi undir högg að sækja.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira