„Það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 06:48 Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Árnason. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna Ragnar Þór Ingólfsson fyrir að ætla að sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokks fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Í færslu á Facebook bendir þingmaðurinn á að Ragnar hafi sjálfur sagt á dögunum að hugmyndir um þátttöku stjórnmálamanna í kjarasamningum væru fráleitar og myndu aldrei ganga upp. Vilhjálmur er þarna að vísa í viðbrögð Ragnars við ummælum sem Vilhjálmur lét falla í hádegisfréttum Bylgjunnar í tengslum við frumvarp um afnám stimpilgjalda, þar sem hann sagði að ekki hefði verð lögð áhersla á afnám gjaldanna við samningaborðið. Þingmenn hefðu því miður ekki sæti við borðið þrátt fyrir að kjarasamningar hefðu mikil áhrif á störf þingsins. Ragnar Þór brást við með því að segjast ánægður með tillögur um afnmám stimpilgjalda en blés á aðkomu þingsins að samningaborðinu. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ sagði hann. Í Facebook-færslu sinni segir Vilhjálmur það skjóta nokkuð skökku við að Ragnar hyggist nú bæði sækjast eftir þingsæti og sinna áfram störfum sem formaður VR á sama tíma. „Það virðist ekki það sama eiga við um hann sjálfan og aðra, enda tilkynnti hann í gær að hann hygðist bjóða sig fram til þings og það hefði ekki áhrif á störf hans hjá VR á meðan. Sannarlega, það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón.“ Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Í færslu á Facebook bendir þingmaðurinn á að Ragnar hafi sjálfur sagt á dögunum að hugmyndir um þátttöku stjórnmálamanna í kjarasamningum væru fráleitar og myndu aldrei ganga upp. Vilhjálmur er þarna að vísa í viðbrögð Ragnars við ummælum sem Vilhjálmur lét falla í hádegisfréttum Bylgjunnar í tengslum við frumvarp um afnám stimpilgjalda, þar sem hann sagði að ekki hefði verð lögð áhersla á afnám gjaldanna við samningaborðið. Þingmenn hefðu því miður ekki sæti við borðið þrátt fyrir að kjarasamningar hefðu mikil áhrif á störf þingsins. Ragnar Þór brást við með því að segjast ánægður með tillögur um afnmám stimpilgjalda en blés á aðkomu þingsins að samningaborðinu. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ sagði hann. Í Facebook-færslu sinni segir Vilhjálmur það skjóta nokkuð skökku við að Ragnar hyggist nú bæði sækjast eftir þingsæti og sinna áfram störfum sem formaður VR á sama tíma. „Það virðist ekki það sama eiga við um hann sjálfan og aðra, enda tilkynnti hann í gær að hann hygðist bjóða sig fram til þings og það hefði ekki áhrif á störf hans hjá VR á meðan. Sannarlega, það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón.“
Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira