Steinunn Ólína ekki á leið í framboð Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 13:25 Steinunn Ólína segist enga löngun hafa til að fara í framboð núna, hún hafi öðrum hnöppum að hneppa. vísir/arnar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lengi verið orðuð við framboð í komandi Alþingiskosningum. Helst hefur Sósíalistaflokkur Íslands verið nefndur í tengslu við það. Steinunn Ólína segir hins vegar ekkert slíkt í pípunum. „Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“ Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“
Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum