Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2024 21:26 Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Bjarni Einarsson Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. Þórisvatn, mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, náði ekki að fyllast í haust. „Þó að það hafi verið úrkomusamt á láglendinu þá náði úrkoman ekki upp á hálendið. Og síðan auðvitað er þetta afkoma jöklanna,“ segir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þetta þýðir að ekki fá allir þá raforku sem þeir höfðu óskað eftir. „Í dag eru að taka gildi áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Og síðan erum við jafnframt að tilkynna um skerðingar til þeirra stórnotenda sem eru starfandi á Norðausturlandi.“ Frá Búrfellsvirkjun. Hún var gangsett haustið 1969 og hefur því framleitt raforku í 55 ár.Arnar Halldórsson Forgangsorka verður þó ekki skert. Svona staða hefur komið upp nokkur undanfarin ár en núna varar Landsvirkjun við því að skerðingar geti staðið fram á vor, auk þess sem Norður- og Austurland bætast núna við. En er þetta víðtækara núna en áður? „Það má kannski segja að við séum að byrja skerðingarnar fyrr en áður. Síðasta vatnsár þá hófum við skerðingar eftir áramót. Þannig að ég mundi ekki segja að það væri víðtækara,“ svarar Tinna. Hún segir að hvorki hafi verið lagt mat á tekjutap Landsvirkjunar vegna minni orkusölu né á tap orkukaupenda vegna skertrar framleiðslugetu en ástandið bitnar helst á þeim ellefu fyrirtækjum sem teljast stórnotendur. „Þetta eru auðvitað álverin og kísilverin og svo framvegis. Þannig að þetta eru fyrst og fremst þessir aðilar, þessir stærstu raforkunotendur á landinu.“ Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og fiskimjölsverksmiðjur þurfa að brenna olíu. „Það felur það í sér að fiskimjölsbræðslurnar hafa ekki aðgang að raforku þegar staðan er svona.“ Og þeir sem vilja kaupa meiri raforku koma að tómum kofanum. „Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt ástand og er birtingarmynd þess að við höfum ekki náð að halda í við eftirspurnina. Framboðið, það hefur verið að tefjast, að það komist nýjar virkjanir inn á kerfið. Þannig að auðvitað er þetta ekki ásættanlegt. Það er mikilvægt að við reynum að koma nýjum virkjunum í gagnið sem allra fyrst,“ segir Tinna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þórisvatn, mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, náði ekki að fyllast í haust. „Þó að það hafi verið úrkomusamt á láglendinu þá náði úrkoman ekki upp á hálendið. Og síðan auðvitað er þetta afkoma jöklanna,“ segir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þetta þýðir að ekki fá allir þá raforku sem þeir höfðu óskað eftir. „Í dag eru að taka gildi áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Og síðan erum við jafnframt að tilkynna um skerðingar til þeirra stórnotenda sem eru starfandi á Norðausturlandi.“ Frá Búrfellsvirkjun. Hún var gangsett haustið 1969 og hefur því framleitt raforku í 55 ár.Arnar Halldórsson Forgangsorka verður þó ekki skert. Svona staða hefur komið upp nokkur undanfarin ár en núna varar Landsvirkjun við því að skerðingar geti staðið fram á vor, auk þess sem Norður- og Austurland bætast núna við. En er þetta víðtækara núna en áður? „Það má kannski segja að við séum að byrja skerðingarnar fyrr en áður. Síðasta vatnsár þá hófum við skerðingar eftir áramót. Þannig að ég mundi ekki segja að það væri víðtækara,“ svarar Tinna. Hún segir að hvorki hafi verið lagt mat á tekjutap Landsvirkjunar vegna minni orkusölu né á tap orkukaupenda vegna skertrar framleiðslugetu en ástandið bitnar helst á þeim ellefu fyrirtækjum sem teljast stórnotendur. „Þetta eru auðvitað álverin og kísilverin og svo framvegis. Þannig að þetta eru fyrst og fremst þessir aðilar, þessir stærstu raforkunotendur á landinu.“ Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og fiskimjölsverksmiðjur þurfa að brenna olíu. „Það felur það í sér að fiskimjölsbræðslurnar hafa ekki aðgang að raforku þegar staðan er svona.“ Og þeir sem vilja kaupa meiri raforku koma að tómum kofanum. „Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt ástand og er birtingarmynd þess að við höfum ekki náð að halda í við eftirspurnina. Framboðið, það hefur verið að tefjast, að það komist nýjar virkjanir inn á kerfið. Þannig að auðvitað er þetta ekki ásættanlegt. Það er mikilvægt að við reynum að koma nýjum virkjunum í gagnið sem allra fyrst,“ segir Tinna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55
Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels