Myndir þú sætta þig við tólf ára kaupmáttarstöðnun? Sigrún Ólafsdóttir skrifar 24. október 2024 07:03 Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Háskólar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun