„Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2024 15:23 Bjarni Benediktsson er kominn í kosningaham. Hann ræddi meðal annars útlendingamálin hispurslaust í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Þetta segir Bjarni í nýútkomnum hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu. Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars að Norðurlöndin eigi það sammerkt að hafa kross í fána sínum. Einfaldlega vegna þess að mikilvægt sé að viðhalda kristnum gildum og menningu. Að gefnu tilefni er vert að nefna að þar sem Bjarni ræðir um blöndun menningarheima misritaðist í fyrstu útgáfu fréttarinnar að hann hefði sagt blöndun kynþátta. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistökum. Vill gjalda varhug við moskubyggingum Bjarni var spurður um hvað honum þætti um það að byggðar væru moskur á Íslandi. „Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“ Bjarni sagði að við hefðum miklu að tapa yrði hér of mikil blöndun menningarheima eins og gerst hafi á Norðurlöndum. „Dapurt að horfa upp á þetta. Börn sem koma frá öðrum menningarheim og neita að taka í höndina á kvenkyns kennurum.“ Bjarni sagði að við hefðum ekki stjórn á landamærum okkar og vandinn snúi meðal annars að því. „Og hins vegar að þeim sem eru komnir í slæmum tilgangi. Þeir eru ekkert endilega að leita að hæli. Þeir eru bara að koma inn í samfélag þar sem er velmegun og ætla að fremja glæpi.“ Þetta er bara ískaldur raunveruleikinn Bjarni segir að það þurfi að sigta sérstaklega út þá sem líklegir eru til að koma hingað gagngert til að fremja glæpi. „Við þurfum að losa okkur við það fólk. Til þess að við getum upplifað þetta samfélag sem að við vorum að tala um áðan til lengri tíma. Bjarni sagði nauðsynlegt að hægt sé að losa sig við einstaklinga sem hingað koma að því er virðist gagngert til að fremja glæpi.Ein pæling Að það sé gott að búa hérna. Þú finnir að þú sért í öruggu samfélagi. Þú hafir ekki áhyggjur af því að skilja gluggann eftir opinn að næturlagi þó svo að þú þurfir að sýna heilbrigða skynsemi.“ Þá sagði Bjarni að þú yrðir að geta treyst því að börnin komist óhult í skólann, að þau geti farið á reiðhjóli í nærumhverfið án þess að þú þurfir að vera með hnút í maganum. „Ég meina þetta eru lífsgæðin sem við þurfum að verja hérna. Og þetta eru lífsgæðin sem að eru horfin á víða Norðurlöndunum. Á ákveðnum svæðum því miður. Það er bara ískaldi raunveruleikinn. Til þess að passa upp á þetta þurfum við áfram að vera með augun opin.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira