Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2024 14:09 Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þetta herma heimildir fréttastofu og sömuleiðis að Dagur hafi ekki sóst eftir forystusæti á listanum. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna tillögur sína að listum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í Þróttaraheimilinu klukkan 11 á morgun. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun samkvæmt heimildum skipa efsta sætið í sama kjördæmi og Dagur, það er Reykjavíkurkjördæmi norður, og að Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skipi efsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, skipa annað sætið á eftir Jóhanni Páli. Ragna hefur þegar greint frá því á Facebook að hún muni skipa annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fyrrverandi forseti ASÍ, greindi frá því í færslu á Facebook skömmu fyrir klukkan 14 að hann myndi skipa þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Kristrún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum 2021 og Helga Vala Helgadóttir lögmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Helga Vala lét af þingmennsku á miðju kjörtímabili. Samfylkingin náði þremur mönnum inn á þing í kosningunum 2021, þar af tvo í Reykjavíkurkjördæmi norður og einn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson við vinnslu fréttarinnar. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu og sömuleiðis að Dagur hafi ekki sóst eftir forystusæti á listanum. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna tillögur sína að listum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í Þróttaraheimilinu klukkan 11 á morgun. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun samkvæmt heimildum skipa efsta sætið í sama kjördæmi og Dagur, það er Reykjavíkurkjördæmi norður, og að Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skipi efsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá mun Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, skipa annað sætið á eftir Jóhanni Páli. Ragna hefur þegar greint frá því á Facebook að hún muni skipa annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fyrrverandi forseti ASÍ, greindi frá því í færslu á Facebook skömmu fyrir klukkan 14 að hann myndi skipa þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Kristrún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum 2021 og Helga Vala Helgadóttir lögmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Helga Vala lét af þingmennsku á miðju kjörtímabili. Samfylkingin náði þremur mönnum inn á þing í kosningunum 2021, þar af tvo í Reykjavíkurkjördæmi norður og einn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson við vinnslu fréttarinnar.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25