Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2024 14:36 Jón Magnús Kristjánsson er vonsvikinn með niðurstöðuna. vísir/arnar Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. „Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
„Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46