Ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geti reynst flokknum erfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2024 22:53 Karen Kjartansdóttir, almannatengill rýndi í baráttuna. vísir/vilhelm Almannatengill segir ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geta reynst flokknum erfið enda er hann bundinn af reglum um fléttu- eða paralista. Það geti verið snjallt þegar formenn flokka tjá sig lítið um eigin skoðanir í dægurmálum. Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum