Er verið að blekkja fólk? Reynir Böðvarsson skrifar 27. október 2024 10:32 Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun