Óljós viðurkenning þrátt fyrir stefnu stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 28. október 2024 08:32 Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. Hið rétta er að sú menntun fái viðeigandi viðurkenningu í launasetningu og starfssviði í stofnanasamningum. Þrátt fyrir framfarir í menntun sjúkraliða og stuðning stjórnvalda við þessa stefnu, hefur félagið hins vegar mætt miklu tómlæti frá heilbrigðisstofnunum sem virðast hunsa þessa þróun. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað beitt sér fyrir því að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf réttmæta stöðu í stofnanasamningum og vinna þannig gegn mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Félagið hefur bent á mikilvægi þess að laun, starfsábyrgð og starfsframa sjúkraliða með diplómapróf endurspegli menntun þeirra og hæfni, sem gerir þeim kleift að axla meiri ábyrgð á heilbrigðisstofnunum. Þessi breyting er ekki aðeins mikilvægt skref til að styrkja stétt sjúkraliða heldur einnig til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Furðulegt tómlæti heilbrigðisstofnana Það vekur athygli að sumir fulltrúar heilbrigðisstofnana hafa staðið gegn þessari þróun, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi breytt reglugerðum til að styrkja stöðu sjúkraliða og skýra hlutverk þeirra í heilbrigðiskerfinu. Þessi stefna stjórnvalda á að stuðla að bættum gæðum og meiri skilvirkni í heilbrigðisþjónustu með því að nýta menntun sjúkraliða til fulls. Sjúkraliðafélagið hefur mætt þungum andmælum og tregðu frá sumum heilbrigðisstofnunum sem virðast hafa haldið aftur af þessari þróun, þrátt fyrir augljósan ávinning hennar fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga. Í kjarasamningi við ríkið var gerð bókun sem leggur áherslu á mikilvægi þess að nýta menntun og færni sjúkraliða til að mæta mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur innan heilbrigðisstofnana eru hvattir til að þróa nýjar starfsleiðir og auka ábyrgð og stjórnunarhlutverk sjúkraliða í takt við sívaxandi menntun þeirra, þar á meðal diplómanám frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðafélagið stendur nú í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) þar sem rætt er um launa- og starfskjör sjúkraliða. Félagið leggur áherslu á að SFV vinni með Sjúkraliðafélaginu við að útfæra stefnu stjórnvalda og tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái störf á hjúkrunarheimilum í samræmi við hæfni sína og menntun. Félagið telur þessa samvinnu nauðsynlega til að útfæra þessar breytingar í heilbrigðiskerfinu og nýta þann mannauð sem sjúkraliðar með diplómapróf bjóða upp á, til hagsbóta fyrir alla. Stofnanasamningar eiga að tryggja nýtt starf og sérhæfingu Þegar nýtt starf eða vinnuafl verður til, eins og raunin er hjá sjúkraliða með diplómapróf, er hlutverk stofnanasamninga að tryggja slíku starfi viðeigandi stað í launaflokkum og útfæra ábyrgðarsvið starfsmanna. Þessi samningsleið, sem fer fram á friðarskyldutímum, gefur stofnunum sveigjanleika til að viðurkenna og meta menntun og hæfni starfsmanna í samræmi við sérþarfir og verkefni stofnunarinnar. Þrátt fyrir þennan sveigjanleika hefur reynst ótrúlega erfitt að tryggja sjúkraliðum með diplómapróf stöðu í stofnanasamningum, og hafa kröfur Sjúkraliðafélagsins í þeim efnum mætt andstöðu. Þetta vekur enn meiri furðu, þar sem reglum stofnanasamninga er ætlað að aðlaga störf og launakjör að breytingum innan stofnunar, sérstaklega þegar ný staða verður til sem þarfnast viðurkenningar. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda um sjúkraliða og framgang þeirra innan stéttarinnar og tryggja að menntun þeirra og ábyrgð sé viðurkennd til fulls, verður ekki séð en að viðurkenning á diplómaprófi sjúkraliða verði að vera hluti af kjarasamningum. Sjúkraliðafélag Íslands kallar eftir virku samstarfi við heilbrigðisstofnanir og SFV til að framkvæma þá stefnu stjórnvalda sem hefur þegar verið fest í sessi með breytingum á reglugerðum. Það er tímabært að heilbrigðisstofnanir taki við sér og viðurkenni að sjúkraliðar með diplómapróf eiga rétt á að fá stað í stofnanasamningi sem endurspeglar sérhæfingu þeirra. Sjúkraliðafélagið mun áfram standa í baráttunni og vekja athygli á þeirri furðulegu andstöðu sem félagið hefur mætt. Þar sem heilbrigðisstofnanir virðast vinna gegn stefnu sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, til að bæta heilbrigðiskerfið og bæta vaxandi mönnunarvanda. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun