„Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 09:22 Benoný Breki Andrésson fagnar einu af fimm mörkum sínum á móti HK um helgina. Vísir/Anton Brink Stúkan valdi KR-inginn Benoný Breka Andrésson besta unga leikmann Bestu deildar karla í fótbolta í ár og hann ræddi við Guðmund Benediktsson í lokaþættinum á Stöð 2 Sport í gær. „Ekki bara besti ungi leikmaðurinn á tímabilinu heldur maðurinn sem sló loksins markametið í efstu deild. Fimm mörk í gær, takk fyrir, 21 mark í efstu deild,“ sagði Guðmundur Benediktsson þegar hann afhenti þessum nítján ára gamla strák verðlaun sín. Sá hann þetta fyrir sér? Gummi Ben vildi fá að vita hvort að hefði séð þetta fyrir sér fyrir lokaleikinn á móti HK. „Ég verð eiginlega að segja að ég var búinn að hugsa þetta fyrir leik að mig vantaði fjögur mörk. Það var nokkurn vegin stærsta markmiðið mitt í leiknum var að ná eins mörgum mörkum og ég gat,“ sagði Benoný Breki. „Ég hefði allan daginn getað skorað fleiri. Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik. Ég er mjög ánægður með þessi fimm,“ sagði Benoný. Ætlaði sér að verða markahæstur Setti hann sér markmið í markaskorun fyrir þetta tímabil? „Ég setti mér markmið fyrir tímabilið og ég ætlaði að verða markahæstur. Að bæta metið var með þarna inn í. Síðan náði ég að gera það í gær og ég er bara mjög ánægður,“ sagði Benoný. „Áður en þú ferð vil ég spyrja þig: Hvað er að fara að gerast í haust hjá Benoný,“ spurði Guðmundur. „Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst líklegast ég fari út. Ég veit ekkert hvað en það kemur miklu betur í ljós á næstu dögum,“ sagði Benoný. Gærdagurinn skemmdi ekkert fyrir „Gærdagurinn skemmdi ekkert fyrir,“ skaut Guðmundur inn í. „Nei alls ekki. Þetta verður bara að koma betur í ljós á næstu dögum,“ sagði Benoný „Ég vona að ég sjái þig ekki í Bestu deildinni á næstu leiktíð þó að það væri mjög gaman að hafa þig. Innilega til hamingju með tímabilið,“ sagði Gummi Ben eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gumma Ben við Benoný Breka Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
„Ekki bara besti ungi leikmaðurinn á tímabilinu heldur maðurinn sem sló loksins markametið í efstu deild. Fimm mörk í gær, takk fyrir, 21 mark í efstu deild,“ sagði Guðmundur Benediktsson þegar hann afhenti þessum nítján ára gamla strák verðlaun sín. Sá hann þetta fyrir sér? Gummi Ben vildi fá að vita hvort að hefði séð þetta fyrir sér fyrir lokaleikinn á móti HK. „Ég verð eiginlega að segja að ég var búinn að hugsa þetta fyrir leik að mig vantaði fjögur mörk. Það var nokkurn vegin stærsta markmiðið mitt í leiknum var að ná eins mörgum mörkum og ég gat,“ sagði Benoný Breki. „Ég hefði allan daginn getað skorað fleiri. Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik. Ég er mjög ánægður með þessi fimm,“ sagði Benoný. Ætlaði sér að verða markahæstur Setti hann sér markmið í markaskorun fyrir þetta tímabil? „Ég setti mér markmið fyrir tímabilið og ég ætlaði að verða markahæstur. Að bæta metið var með þarna inn í. Síðan náði ég að gera það í gær og ég er bara mjög ánægður,“ sagði Benoný. „Áður en þú ferð vil ég spyrja þig: Hvað er að fara að gerast í haust hjá Benoný,“ spurði Guðmundur. „Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst líklegast ég fari út. Ég veit ekkert hvað en það kemur miklu betur í ljós á næstu dögum,“ sagði Benoný. Gærdagurinn skemmdi ekkert fyrir „Gærdagurinn skemmdi ekkert fyrir,“ skaut Guðmundur inn í. „Nei alls ekki. Þetta verður bara að koma betur í ljós á næstu dögum,“ sagði Benoný „Ég vona að ég sjái þig ekki í Bestu deildinni á næstu leiktíð þó að það væri mjög gaman að hafa þig. Innilega til hamingju með tímabilið,“ sagði Gummi Ben eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gumma Ben við Benoný Breka
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn