Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2024 10:01 Grétar Skúli Gunnarsson er sakaður um ýmislegt í úrskurði stjórnar KRAFT, sem Dómstóll ÍSÍ hefur nú tekið undir, en hafnar öllum ásökunum. Kraft.is Grétar Skúli Gunnarsson, kraftlyftingaþjálfari á Akureyri, hefur verið úrskurðaður í átta mánaða bann frá íþrótt sinni vegna ógnandi hegðunar og óíþróttamannslegrar framkomu á bikarmóti Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) fyrir ári síðan. Grétari Skúla var meðal annars gefið að sök að hafa veitt tveimur aðstoðarmönnum eða þjálfurum á mótinu högg, sýnt aðra ógnandi hegðun og einnig viðhaft ýmis óviðeigandi ummæli. Upphaflega úrskurðaði stjórn KRAFT Grétar Skúla í tólf mánaða bann vegna málsins, þann 15. ágúst síðastliðinn. Í samræmi við lög Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, úr því að úrskurðurinn var frá stjórn sérsambands en ekki óháðum dómstóli þess, var málinu skotið til Dómstóls ÍSÍ sem staðfesti bannið en stytti það um fjóra mánuði. Grétar Skúli áfrýjaði þeim úrskurði til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið eftir niðurstöðu hans. Mótmælir og málinu vísað frá síðasta vetur Í úrskurði Dómstóls ÍSÍ kemur fram að Grétar Skúli mótmæli öllum staðhæfingum um ámælisverða hegðun. Hann sakar stjórn KRAFT um að vinna gegn sér. Þá bendir hann á að málið hafi upphaflega verið kært til ÍSÍ í janúar, tæpum þremur mánuðum eftir hin kærðu atvik á bikarmótinu, en þá voru Grétar Skúli, Kraftlyftingafélag Akureyrar og formaðurinn Þorbergur Guðmundsson öll kærð þó að ásakanir beindust aðeins gegn Grétari Skúla. Dómstóll ÍSÍ vísaði þá málinu frá þar sem kærufrestur var löngu liðinn. Eftir að stjórn KRAFT úrskurðaði svo sjálf í málinu, tíu mánuðum eftir bikarmótið, tók Dómstóll ÍSÍ hins vegar málið fyrir og þótti átta mánaða bann við hæfi, eftir að hafa metið frásagnir vitna, upplýsingar úr áverkavottorði og myndbandsupptökur, en einnig þau rök Grétars Skúla að langur tími væri liðinn frá atvikunum. Veitti tveimur högg Atvikin sem Grétar Skúli var dæmdur vegna, og eru rakin í úrskurði KRAFT, eru fimm talsins. Tvö eru vegna ofbeldis, eitt vegna ógnandi hegðunar og tvö vegna óviðeigandi ummæla. Grétar Skúli á að hafa veitt konu sem var aðstoðarmaður keppanda á mótinu högg með olnboga í brjóstkassa hennar, þegar þau mættust í dyragætt að áhorfendasal. Mun höggið hafa verið án fyrirvara og staðfest af vitnum ásamt áverkavottorði, og mun það hafa verið kært til lögreglu. Grétar Skúli hafnar þessum lýsingum og segir konuna hafa í gegnum tíðina reynt að bregða fyrir sig fæti með „tilefnislausum kærum“ til lögreglu. Segir hann að þau hefðu ekki rekist saman ef konan hefði horft fram fyrir sig. Úr málatilbúnaði KRAFT. „Varnaraðili“ er Grétar Skúli. Annað högg á hann að hafa veitt öðrum þjálfara á mótinu, með því að „keyra öxlina í axlar- eða bringusvæði“ hans við dyragætt að upphitunarsvæði mótsins, þegar sá aðili var að ræða við konuna sem fékk fyrra höggið. Grétar Skúli segir þröngt hafa verið á mótinu og að hafi hann rekist í viðkomandi hafi það ekki verið viljaverk. Talaði um typpalykt af ólinni Þriðja atvikið fólst í því að Grétar Skúli hefði sýnt ógnandi hegðun á upphitunarsvæði, og til að mynda rekið krepptan hnefa framan í keppanda og „sagt hárri röddu að keppandi á vegum Kraftlyftingafélags Akureyrar væri væntanlegur og að þeir myndu henda öðrum keppendum burt til þess að búa til pláss.“ Þá lýsa vitni því að þegar keppni í kvennaflokki hafi staðið yfir hafi Grétar Skúli ásamt öðrum liðsmönnum KFA viðhaft óviðeigandi ummæli um að „vond lykt væri af ól sem varnaraðili [Grétar Skúli] hafi notað við að vefja keppanda KFA þar sem hann væri alltaf að vefja ólinni um typpið á sér,“ eins og það er orðað í úrskurðinum. Úr málatilbúnaði Grétars Skúla, varnaraðila í málinu. Á mótið vantaði svokallaðar metaskífur sem varð til þess að keppni seinkaði. Fimmta atvikið sem nefnt er í úrskurði KRAFT snýr að hegðun Grétars Skúla vegna þessa, en hann mun hafa sakað dómara, sem jafnframt eru stjórnarmenn í KRAFT, um að láta skífurnar gleymast viljandi, og einnig hafa sagt að „fáránlegt væri að setja konur í þetta hlutverk því þær gætu ekki staðið við svona verkefni“. Ýmis önnur óviðeigandi ummæli hafi fallið sem staðfest séu í skýrslu dómara. Eins og fyrr segir hafnar Grétar Skúli þessari atvikalýsingu allri og kveðst ekkert hafa gert rangt, og hefur hann áfrýjað úrskurði Dómstóls ÍSÍ. Kraftlyftingar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Grétari Skúla var meðal annars gefið að sök að hafa veitt tveimur aðstoðarmönnum eða þjálfurum á mótinu högg, sýnt aðra ógnandi hegðun og einnig viðhaft ýmis óviðeigandi ummæli. Upphaflega úrskurðaði stjórn KRAFT Grétar Skúla í tólf mánaða bann vegna málsins, þann 15. ágúst síðastliðinn. Í samræmi við lög Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, úr því að úrskurðurinn var frá stjórn sérsambands en ekki óháðum dómstóli þess, var málinu skotið til Dómstóls ÍSÍ sem staðfesti bannið en stytti það um fjóra mánuði. Grétar Skúli áfrýjaði þeim úrskurði til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið eftir niðurstöðu hans. Mótmælir og málinu vísað frá síðasta vetur Í úrskurði Dómstóls ÍSÍ kemur fram að Grétar Skúli mótmæli öllum staðhæfingum um ámælisverða hegðun. Hann sakar stjórn KRAFT um að vinna gegn sér. Þá bendir hann á að málið hafi upphaflega verið kært til ÍSÍ í janúar, tæpum þremur mánuðum eftir hin kærðu atvik á bikarmótinu, en þá voru Grétar Skúli, Kraftlyftingafélag Akureyrar og formaðurinn Þorbergur Guðmundsson öll kærð þó að ásakanir beindust aðeins gegn Grétari Skúla. Dómstóll ÍSÍ vísaði þá málinu frá þar sem kærufrestur var löngu liðinn. Eftir að stjórn KRAFT úrskurðaði svo sjálf í málinu, tíu mánuðum eftir bikarmótið, tók Dómstóll ÍSÍ hins vegar málið fyrir og þótti átta mánaða bann við hæfi, eftir að hafa metið frásagnir vitna, upplýsingar úr áverkavottorði og myndbandsupptökur, en einnig þau rök Grétars Skúla að langur tími væri liðinn frá atvikunum. Veitti tveimur högg Atvikin sem Grétar Skúli var dæmdur vegna, og eru rakin í úrskurði KRAFT, eru fimm talsins. Tvö eru vegna ofbeldis, eitt vegna ógnandi hegðunar og tvö vegna óviðeigandi ummæla. Grétar Skúli á að hafa veitt konu sem var aðstoðarmaður keppanda á mótinu högg með olnboga í brjóstkassa hennar, þegar þau mættust í dyragætt að áhorfendasal. Mun höggið hafa verið án fyrirvara og staðfest af vitnum ásamt áverkavottorði, og mun það hafa verið kært til lögreglu. Grétar Skúli hafnar þessum lýsingum og segir konuna hafa í gegnum tíðina reynt að bregða fyrir sig fæti með „tilefnislausum kærum“ til lögreglu. Segir hann að þau hefðu ekki rekist saman ef konan hefði horft fram fyrir sig. Úr málatilbúnaði KRAFT. „Varnaraðili“ er Grétar Skúli. Annað högg á hann að hafa veitt öðrum þjálfara á mótinu, með því að „keyra öxlina í axlar- eða bringusvæði“ hans við dyragætt að upphitunarsvæði mótsins, þegar sá aðili var að ræða við konuna sem fékk fyrra höggið. Grétar Skúli segir þröngt hafa verið á mótinu og að hafi hann rekist í viðkomandi hafi það ekki verið viljaverk. Talaði um typpalykt af ólinni Þriðja atvikið fólst í því að Grétar Skúli hefði sýnt ógnandi hegðun á upphitunarsvæði, og til að mynda rekið krepptan hnefa framan í keppanda og „sagt hárri röddu að keppandi á vegum Kraftlyftingafélags Akureyrar væri væntanlegur og að þeir myndu henda öðrum keppendum burt til þess að búa til pláss.“ Þá lýsa vitni því að þegar keppni í kvennaflokki hafi staðið yfir hafi Grétar Skúli ásamt öðrum liðsmönnum KFA viðhaft óviðeigandi ummæli um að „vond lykt væri af ól sem varnaraðili [Grétar Skúli] hafi notað við að vefja keppanda KFA þar sem hann væri alltaf að vefja ólinni um typpið á sér,“ eins og það er orðað í úrskurðinum. Úr málatilbúnaði Grétars Skúla, varnaraðila í málinu. Á mótið vantaði svokallaðar metaskífur sem varð til þess að keppni seinkaði. Fimmta atvikið sem nefnt er í úrskurði KRAFT snýr að hegðun Grétars Skúla vegna þessa, en hann mun hafa sakað dómara, sem jafnframt eru stjórnarmenn í KRAFT, um að láta skífurnar gleymast viljandi, og einnig hafa sagt að „fáránlegt væri að setja konur í þetta hlutverk því þær gætu ekki staðið við svona verkefni“. Ýmis önnur óviðeigandi ummæli hafi fallið sem staðfest séu í skýrslu dómara. Eins og fyrr segir hafnar Grétar Skúli þessari atvikalýsingu allri og kveðst ekkert hafa gert rangt, og hefur hann áfrýjað úrskurði Dómstóls ÍSÍ.
Kraftlyftingar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira