Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar 29. október 2024 10:32 Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun