Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar 29. október 2024 12:03 Í samskiptum og samvinnu við fólkið í lífi okkar, hvort sem um ræðir fjölskyldumeðlimi, maka, vini eða vinnufélaga er eðlilegt að greina stundum á. Fólk byggir hegðun sína og samskipti á ólíkum gildum og viðhorfum. Ástarsambandið er ekki undanskilið þessu. Áralangar rannsóknir á pörum hafa sýnt að þau sem eru góð í að takast á við ágreining – þau sem kunna að rífast – eru margfalt líklegri til þess að eiga í löngu og hamingjuríku sambandi heldur en þau sem eiga í vandræðum með að takast á við ágreining. En hvernig veit ég hvort ég sé góð í að rífast? Einn af lykilþáttum í að viðhalda heilbrigðu ástarsambandi er að vera góð í að takast á við ágreining í sameiningu. Það getur komið sér vel að vera góður í að vera óánægður og kunna að velja viðbörgðin sín. Við erum mörg gjörn á að bregðast við á sjálfsstýringu án þess að velta fyrir okkur hvernig væri heppilegast að bregðast við. Það getur verið freistandi eða jafnvel sjálfvirkt viðbragð að grípa til ásakana, gagnrýna og fara í vörn en hjálplegra er að mæta til leiks með viljann að vopni. Það er viljann til þess að komast að samkomulagi og gera málamiðlanir. Með því erum við að velja viðbrögðin okkar. Viljinn til samvinnu kemur okkur hálfa leið. Þau pör sem eru gjörn að bregðast við með vörn og/eða ásökunum eru ekki að mæta ágreiningnum í sameiningu og persónugera vandann jafnvel, þ.e. fara að kenna hvort öðru um í stað þess að líta á vandann sem sjálfstæðan og leita lausna í sameiningu. Þessi pör eru því miður ólíklegri til þess að endast og eiga í hamingjuríku ástarsambandi. Örvæntið þó ekki, því það er vel hægt að læra að rífast með árangursríkari hætti. Ef ástarsambandið er orðið fast í hjólförum vanans, jafnvel farið að taka orku frekar en að gefa orku, ef við erum farin að glíma við tíðan ágreining eða ef við hreinlega viljum hressa upp á samskiptin, þá getur reynst gagnlegt að leita til fagaðila og fá stuðning. Parameðferð hjá fjölskyldufræðingi er ekki bara árangursríkt úrræði sem byggir á gagnreyndum aðferðum heldur getur líka verið skemmtilegt og fræðandi að sækja slíka meðferð og vinna þannig að hamingjuríku ástarsambandi. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Fjölskyldumál Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í samskiptum og samvinnu við fólkið í lífi okkar, hvort sem um ræðir fjölskyldumeðlimi, maka, vini eða vinnufélaga er eðlilegt að greina stundum á. Fólk byggir hegðun sína og samskipti á ólíkum gildum og viðhorfum. Ástarsambandið er ekki undanskilið þessu. Áralangar rannsóknir á pörum hafa sýnt að þau sem eru góð í að takast á við ágreining – þau sem kunna að rífast – eru margfalt líklegri til þess að eiga í löngu og hamingjuríku sambandi heldur en þau sem eiga í vandræðum með að takast á við ágreining. En hvernig veit ég hvort ég sé góð í að rífast? Einn af lykilþáttum í að viðhalda heilbrigðu ástarsambandi er að vera góð í að takast á við ágreining í sameiningu. Það getur komið sér vel að vera góður í að vera óánægður og kunna að velja viðbörgðin sín. Við erum mörg gjörn á að bregðast við á sjálfsstýringu án þess að velta fyrir okkur hvernig væri heppilegast að bregðast við. Það getur verið freistandi eða jafnvel sjálfvirkt viðbragð að grípa til ásakana, gagnrýna og fara í vörn en hjálplegra er að mæta til leiks með viljann að vopni. Það er viljann til þess að komast að samkomulagi og gera málamiðlanir. Með því erum við að velja viðbrögðin okkar. Viljinn til samvinnu kemur okkur hálfa leið. Þau pör sem eru gjörn að bregðast við með vörn og/eða ásökunum eru ekki að mæta ágreiningnum í sameiningu og persónugera vandann jafnvel, þ.e. fara að kenna hvort öðru um í stað þess að líta á vandann sem sjálfstæðan og leita lausna í sameiningu. Þessi pör eru því miður ólíklegri til þess að endast og eiga í hamingjuríku ástarsambandi. Örvæntið þó ekki, því það er vel hægt að læra að rífast með árangursríkari hætti. Ef ástarsambandið er orðið fast í hjólförum vanans, jafnvel farið að taka orku frekar en að gefa orku, ef við erum farin að glíma við tíðan ágreining eða ef við hreinlega viljum hressa upp á samskiptin, þá getur reynst gagnlegt að leita til fagaðila og fá stuðning. Parameðferð hjá fjölskyldufræðingi er ekki bara árangursríkt úrræði sem byggir á gagnreyndum aðferðum heldur getur líka verið skemmtilegt og fræðandi að sækja slíka meðferð og vinna þannig að hamingjuríku ástarsambandi. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar