Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2024 11:47 Naim Qassem, nýr leiðtogi Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna. AP/Hussein Malla Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. Qassem, sem fæddist í Beirút árið 1953, var á árum áður í Amal-hreyfingunni svokölluðu. Hann hætti þar árið 1979, eftir byltinguna í Íran, og tók þátt í fjölda funda sem leiddu til stofnun Hezbollah, með stuðningi íranska byltingarvarðarins, í kjölfar innrásar Ísrael og Sýrlands í Líbanon árið 1982. Hann hefur verið meðal leiðtoga Hezbollah í rúmlega þrjátíu ár. Hann var gerður af næstráðandi leiðtoga þeirra árið 1991, af Abbas al-Musawi, þáverandi leiðtoga Hezbollah, sem var felldur í þyrluárás ári síðar. Síðan þá hefur Qassem setið í sömu stöðu og hefur hann lengi verið einn af helstu talsmönnum Hezbollah, samkvæmt grein Reuters. Skömmu eftir að Nasrallah og Safieddine voru felldir sagði hann í ávarpi að hann væri opinn fyrir vopnahléi við Ísraelsmenn. Meðlimir samtakanna myndu þó halda áfram að berjast gegn Ísrael í samstöðu með Palestínumönnum. Ekki er vitað hvar Qassem er þessa stundina en eins og fram kemur í frétt BBC hafa fregnir borist af því að hann hafi flúið til Íran og sé í felum þar. Margir leiðtogar liggja í valnum Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Í síðasta mánuði gerðu Ísraelsmenn svo innrás í Líbanon og hafa þeir gert linnulausar og mannskæðar loftárásir í landinu. Talið er að Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah á undanförnum vikum en fjölmargir af leiðtogum samtakanna hafa verið felldir, auka fjölda annarra meðlima. Árásir þessar hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir 2.700 manns liggja í valnum en hundruð þúsunda hafa þar að auki þurft að flýja heimili sín. Ráðuneytið segir að minnsta kosti sextíu manns hafa fallið í loftárásum í Bekaa-dalnum í austanverðu Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin hafa lengi verið áhrifamikil. Líbanon Hryðjuverkastarfsemi Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28 Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52 „Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Qassem, sem fæddist í Beirút árið 1953, var á árum áður í Amal-hreyfingunni svokölluðu. Hann hætti þar árið 1979, eftir byltinguna í Íran, og tók þátt í fjölda funda sem leiddu til stofnun Hezbollah, með stuðningi íranska byltingarvarðarins, í kjölfar innrásar Ísrael og Sýrlands í Líbanon árið 1982. Hann hefur verið meðal leiðtoga Hezbollah í rúmlega þrjátíu ár. Hann var gerður af næstráðandi leiðtoga þeirra árið 1991, af Abbas al-Musawi, þáverandi leiðtoga Hezbollah, sem var felldur í þyrluárás ári síðar. Síðan þá hefur Qassem setið í sömu stöðu og hefur hann lengi verið einn af helstu talsmönnum Hezbollah, samkvæmt grein Reuters. Skömmu eftir að Nasrallah og Safieddine voru felldir sagði hann í ávarpi að hann væri opinn fyrir vopnahléi við Ísraelsmenn. Meðlimir samtakanna myndu þó halda áfram að berjast gegn Ísrael í samstöðu með Palestínumönnum. Ekki er vitað hvar Qassem er þessa stundina en eins og fram kemur í frétt BBC hafa fregnir borist af því að hann hafi flúið til Íran og sé í felum þar. Margir leiðtogar liggja í valnum Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Í síðasta mánuði gerðu Ísraelsmenn svo innrás í Líbanon og hafa þeir gert linnulausar og mannskæðar loftárásir í landinu. Talið er að Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah á undanförnum vikum en fjölmargir af leiðtogum samtakanna hafa verið felldir, auka fjölda annarra meðlima. Árásir þessar hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir 2.700 manns liggja í valnum en hundruð þúsunda hafa þar að auki þurft að flýja heimili sín. Ráðuneytið segir að minnsta kosti sextíu manns hafa fallið í loftárásum í Bekaa-dalnum í austanverðu Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin hafa lengi verið áhrifamikil.
Líbanon Hryðjuverkastarfsemi Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28 Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52 „Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28
Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52
„Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17