Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar 29. október 2024 13:31 Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun