Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. október 2024 18:47 Myndin er frá sjókví í Reyðarfirði fyrir austan. Vísir/Arnar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi hluta af rekstrarleyfi sem MAST gaf út í febrúar til Arctic Sea Farm fyrir sjókvíaeldi á þremur svæðum í Ísafjarðardjúpi, Arnarnesi, Kirkjusundi og Sandeyri. Leyfið í Arnarnesi og Kirkjusundi var afturkallað en stendur við Kirkjusund. Rekstrarleyfi til fiskeldis á öðrum þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík, sem gefið var út til Arnarlax í maí síðastliðnum, var einnig afturkallað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Arctic Sea Farm fékk leyfi þann 29. febrúar síðastliðinn fyrir 8000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og laxi í Ísafjarðardjúpi í Arnarnesi, Kirkjusandi og Sandeyri, og þar af 5200 tonnum af frjóum laxi. Arnarlax fékk þann 21. maí síðastliðinn rekstrarleyfi fyrir 10,000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi á þremur svæðum, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík. Leyfið fyrir eldið við Sandeyri stendur óraskað en önnur voru felld úr gildi. Þá var endurnýjað rekstrarleyfi MAST fyrir 7800 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Patreks- og Tálknafirði ekki afturkallað, eins og gerð var krafa um. Neikvæð áhrif á siglingaöryggi og engin undanþága frá fjarlægðarviðmiðum Hvað varðar svæðið við Óshlíð taldi úrskurðarnefndin að ekki yrði litið hjá svo afdráttarlausri neikvæðri afstöðu til áhrifa á siglingaöryggi sem finna mætti í áhættumati fyrir svæðið, en skipaumferð þar væri umtalsverð. Ekki hafi verið skilyrði til að gefa út rekstrarleyfi sem heimili fiskeldi á svæðinu við Óshlíð. Í Ísafjarðardjúpi eru sérstakar aðstæður, þar sem fleiri starfandi rekstraraðilar eru þar samtímis en í öðrum fjörðum og hafsvæðum hér við land. Þrátt fyrir það segir að í áliti úrskurðarnefndarinnar yrði ekki ráðið af greinargerð MAST að nokkurt heildstætt vegið mat hefði farið fram á þeirri auknu áhættu af útbreiðslu dýrasjúkdóma og sníkjudýra sem leitt gæti af því að veita greinda undanþágu frá þeirri viðmiðun um 5 km fjarlægðar milli ótengra aðila. „Yrði af þeirri ástæðu og með vísan til þeirra ríku skyldna sem hvíla á Matvælastofnun við útgáfu leyfa til framkvæmdar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum, að fella ákvarðanir úr gildi hvað varðar þau tvö eldissvæði í leyfi til Arctic Sea Farm, þ.e. Arnarnes og Kirkjusund og leyfi Arnarlax að öllu leyti,“ segir í tilkynningu MAST. Hefur ekki markverð áhrif á rekstur félagsins Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að ákvörðunin hafi ekki markverð áhrif á rekstur og horfur félagsins, leyfilegur lífmassi verði áfram sá sami, eða 8000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Notkun eldissvæðanna við Arnarnes og Kirkjusund hafi verið bundin ýmsum skilyrðum í leyfinu sem var fellt úr gildi, en MAST muni nú taka leyfið til umfjöllunar að nýju. Matvælastofnun muni nú rannsaka betur skilyrði fyrir útgáfu leyfanna við Arnarnes og Kirkjusund. Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Arctic Sea Farm fékk leyfi þann 29. febrúar síðastliðinn fyrir 8000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og laxi í Ísafjarðardjúpi í Arnarnesi, Kirkjusandi og Sandeyri, og þar af 5200 tonnum af frjóum laxi. Arnarlax fékk þann 21. maí síðastliðinn rekstrarleyfi fyrir 10,000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi á þremur svæðum, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík. Leyfið fyrir eldið við Sandeyri stendur óraskað en önnur voru felld úr gildi. Þá var endurnýjað rekstrarleyfi MAST fyrir 7800 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Patreks- og Tálknafirði ekki afturkallað, eins og gerð var krafa um. Neikvæð áhrif á siglingaöryggi og engin undanþága frá fjarlægðarviðmiðum Hvað varðar svæðið við Óshlíð taldi úrskurðarnefndin að ekki yrði litið hjá svo afdráttarlausri neikvæðri afstöðu til áhrifa á siglingaöryggi sem finna mætti í áhættumati fyrir svæðið, en skipaumferð þar væri umtalsverð. Ekki hafi verið skilyrði til að gefa út rekstrarleyfi sem heimili fiskeldi á svæðinu við Óshlíð. Í Ísafjarðardjúpi eru sérstakar aðstæður, þar sem fleiri starfandi rekstraraðilar eru þar samtímis en í öðrum fjörðum og hafsvæðum hér við land. Þrátt fyrir það segir að í áliti úrskurðarnefndarinnar yrði ekki ráðið af greinargerð MAST að nokkurt heildstætt vegið mat hefði farið fram á þeirri auknu áhættu af útbreiðslu dýrasjúkdóma og sníkjudýra sem leitt gæti af því að veita greinda undanþágu frá þeirri viðmiðun um 5 km fjarlægðar milli ótengra aðila. „Yrði af þeirri ástæðu og með vísan til þeirra ríku skyldna sem hvíla á Matvælastofnun við útgáfu leyfa til framkvæmdar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum, að fella ákvarðanir úr gildi hvað varðar þau tvö eldissvæði í leyfi til Arctic Sea Farm, þ.e. Arnarnes og Kirkjusund og leyfi Arnarlax að öllu leyti,“ segir í tilkynningu MAST. Hefur ekki markverð áhrif á rekstur félagsins Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að ákvörðunin hafi ekki markverð áhrif á rekstur og horfur félagsins, leyfilegur lífmassi verði áfram sá sami, eða 8000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Notkun eldissvæðanna við Arnarnes og Kirkjusund hafi verið bundin ýmsum skilyrðum í leyfinu sem var fellt úr gildi, en MAST muni nú taka leyfið til umfjöllunar að nýju. Matvælastofnun muni nú rannsaka betur skilyrði fyrir útgáfu leyfanna við Arnarnes og Kirkjusund.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36