Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2024 11:07 Volvo bíllinn var mikið skemmdur. Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega. Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar.
Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47
Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38
Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59