Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2024 19:33 Ómar Ingi Guðmundsson, fráfarandi þjálfari HK. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ómar Ingi Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari HK. Hann telur best núna að annar þjálfari taki við stjórnartaumum liðsins og segir að ákvörðun sín hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni. Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK. HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK.
HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn