Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 31. október 2024 06:17 Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Eftir því sem líður að kosningunum verður sífellt ljósara að stjórnmálaflokkunum skortir skýra stefnu og markvissa staðfærslu í huga kjósenda - sem hafa þann tilgang að gera eiginleika flokkanna skiljanlegri. Þrátt fyrir háan fjárstuðning frá skattgreiðendum og fjárhagslegt öryggi, sem ætti að styrkja grundvallarstarfsemi flokkanna, virðist það ekki nýtt til að byggja upp traust eða þróa langtímasamskipti við kjósendur. Þvert á móti hafa flokkarnir kosið að beina fjármagni og athygli sinni að skammtímamarkmiðum eins og að tryggja sér þekkt andlit á framboðslistum til að ná til kjósenda þegar kosningar nálgast. Skammur tími til kosninga er ekki afsökun en gæti verið útskýring í ljósi þess hversu veikburða margir flokkarnir virðast vera. Frægur getur því verið fyrirmynd en þá er viðkomandi persóna hugsuð sem auðskilið tákn staðfærslunnar, eins og sterkur leiðtogi sem stendur fyrir kjarnagildi, forsendur og tilgang skipulagsins. Óvenju áberandi áhersla á frægð í stað festu í stefnumótun er vísbending um veikburða skipulag og innihaldslausa staðfærslu flokkanna. Staðfærsla, eða staðsetning skynheildar í huga kjósenda, byggir á samanburði við aðra flokka og stefnulega aðgreiningu og trúverðugleika sem skapar langtímastuðning. Ef einstaklingar með stjórnmálareynslu og ítarlega þekkingu á málstað flokkanna mega missa sín, þ.e. víkja fyrir þekktum einstaklingum með litla eða enga stjórnmálareynslu, þá er í kjölfarið stutt í að viðkomandi flokkar standi gagnlitlir uppi með innihaldslaus kjörorð. Ef flokkarnir vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir raunar engu máli hvert þeir fara. Hið sama gildir um kjósendur og stefnan má sín lítils. Það skiptir þá í raun litlu máli hvað er kosið um þar sem að flokkarnir eru búnir að skipta stefnu út fyrir frægð. Án stefnufestu hrynja innviðir. Tækifæri fyrir andsamfélagsleg öfl verða til, eins og við þekkjum. Frægð á kostnað grasrótar Kynning sem leggur höfuðáherslu á voðavoða sniðugt kjörorð og þekkt andlit í stað grunnstoða og skýrrar stefnu dregur úr trúverðugleika flokkanna og grefur undan þeim grundvallarþáttum sem skila kjósendum raunverulegu trausti. Grunnhyggni gefur okkur bara meira af því sama. Fjárhagsaðstoðin frá skattgreiðendum ætti að duga til að byggja upp varanlegan ávinning í stjórnmálum fyrir samfélagið frekar en skammtímalausnir flokkanna. Með því að rækta grasrótina og byggja upp heildstæða staðfærslu geta flokkar skapað þann trúverðugleika og þá dýpt sem kjósendur meta. Hefur fjárhagsaðstoðin kannski eytt grasrót flokkanna? Nýtt fólk nokkrum vikum fyrir kosningar er merki um vöntun á staðfastri stefnu, óróa, skipulagsleysi og skammtímalausnir. Án efa skýrir óskýrleiki flokkanna einnig þann fjölda kjósenda sem tilbúnir eru að flakka með atkvæði sín milli flokka. Þeir flokkar sem vilja byggja upp varanlegan stuðning þurfa því að móta skýra og heiðarlega staðfærslu sem endurspeglar ábyrgð þeirra og gildi. Kjósendur sækjast eftir stjórnmálum sem veita öryggi, stöðugleika og heiðarleika. Það eru þessi gildi, flest kristin, sem skapa raunverulegt traust og dýpt í samskiptum við kjósendur. Stjórnmálaflokkar standa nú á tímamótum þar sem skammtímahugsun og vinsældaveiðar munu ekki nægja til að tryggja traust kjósenda. Aðeins með því að byggja upp dýpri, traustari og siðferðilega sterka staðfærslu munu flokkar öðlast þann varanlega stuðning og þá virðingu sem samfélagið krefst. Þótt sönn þekking sé seintekin þá er kjarni málsins samt sá að kjósendur vilja ekki einungis fræg andlit heldur skýra sýn til framtíðar, ábyrgð og heildræna stefnu sem byggir á raunverulegum gildum þeirra. Kjósendur leita eftir betri mannlegum samskiptum, öryggi og raunverulegum lífsgæðum. Flokkar sem byggja upp þessa tegund af staðfærslu og virðingu við kjósendur munu öðlast varanlegan stuðning og standa á traustum grunni til framtíðar. Stjórnmálaflokkur sem ekki nær að festa sig í huga kjósenda er veikburða og án efa missir hann fylgi þegar eitthvað bjátar á - í því ljósi er forgangsröð þekktra andlita skiljanleg bjargráð, en veitir ekki varanlega lausn. Höfundur er landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global Communication á Íslandi og sérfræðingur í samanburði og stefnulegri aðgreiningu fyrirtækja, stofnana ...og flokka af ýmsum gerðum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar